Menntamál


Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 14
Hlutverk og markmið Ragnhildur Helgadóttir, skólabókavörður: Skólabókasöfn Fyrirlestur fluttur á landsfundi bókavarða í september 1970 ♦---------------------------------♦ MENNTAMÁL 76 Venjulega er bókasöfnum skipt í þrjá flokka: 1. Rannsókna- og vísindabókasöfn 2. Almenningsbókasöfn 3. Skólabókasöfn. Af þessum þremur bókasafnsflokkum stendur skólabókasafnið næst almenningsbókasöfnum, að því er varðar starfsemi, uppbyggingu og bóka- skrá. En þar sem almenningsbókasöfnin bafa stóran viðskiptahóp á öllum aldri úr flestum greinum atvinnulífsins og reyna út í yztu æsar að fá sem flesta lánþega og sern hæstar útláns- tölur, þá verður að leggja allt annað mat á skólabókasafnið. Starfsemi þess er eingöngu bundin viðkomandi skóla, og lánþegar eru nem- endur úr skólanum. Skólabókasafnið á að gefa ráð og hjálpa nem- endum til þroska og sjálfsmenntunar; það á að verka á hugvísindagreinar eins og tilraunastofa á eðlisfræði. Ekki er unnt að líta á skólabókasafnið sem einangrað fyrirbæri né ákveða því starfsgrund- völl, án þess að taka tillit til þeirrar tækniþró- unar, sem átt liefur sér stað í öllum greinum þjóðfélagsins og atvinnulífsins. Skólinn og skóla- bókasafnið hljóta að geta tekið þessa þróun í þjónustu sína á sama hátt með því að hafa fleira en bækur, og er þá átt við ýmis kennslu- tæki, svo sem kvikmyndir, díaskóp, segulbönd, hljómplötur, myndvarpa, segultöflur og töflur með lausum blöðum. Möguleikar skólabóka- safnsins aukast að mun við að fá gögn, sem til- heyra þessum tækjum, inn í safnið. Skammstöf- unin AV — A fyrir audio „eg heyri“, V fyrir viso „eg horfi á“ — er víða notuð yl'ir þessi gögn. Nauðsynlegt er að þessi gögn séu skráð á sama hátt og bækurnar í spjaldskrá skólabókasafns- ins. Erlendis er víða horfið frá að kalla jjessi söfn bókasöfn, og er í þess stað talað um rnedia- center eða jafnvel þœdagogisk vœrksted. Skólabókasafnið á að vera uppeldislegt hjálp- artæki í skólanáminu. í því eiga að vera öll þau gögn er að fræðslustarfseminni lúta og allt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.