Menntamál


Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 27
þurft hafa að fjalla um vandamál þeirra, sem síðan snýst liugur og óska að liefja t. d. iðn- nám, en hafa ekki lokið núverandi 8 ára skóla- skyldu eða þá aðeins henni, en engu bætt við, þrátt fyrir að möguleikar til þess hafi e. t. v. verið fyrir hendi, þ. e. gagnlræðaskóli verið í skólahverfinu. Við megum aldrei gleyma því, að því rninna, sem maður er menntaður, þeim mun færri störf á hann um að velja að öðru jöfnu. Samfélagsþróunin stefnir líka í þá átt, að til- færsla milli starfa verður æ nauðsynlegri, og undir slíkt eru menn að öðru jöfnu því van- búnari sem þeir liala minni menntun. Það er m. ö. o. ástæða til að ugga, að verði 9 ára skóla- skylduákvæðið numið burt úr grunnskólalögum, muni sá samfélagslegi vandi, sem nú hefur verið lýst, standa óleystur enn um lníð. Hitt er sjálf- sagt að viðurkenna, að formælendur þess að greina hér á milli fræðsluskyldu og skólaskyldu hafa nokkur rök fyrir máli sínu, jaínvel þótt undirritaður telji önnur rök mikilvægari og sé jtví andvígur stefnu Jteirra. Agavandamál? Enn hefur það verið nefnt sem rök gegn leng- ingu skólaskyldunnar, að slíkt rnuni auka aga- vandamál í 3. hekk gagniræðastigs. Vel má svo vera, en liveijar eru ]rá hinar raunverulegu ástæður? Trúir nokkur Jjví, að slíkt agavanda- mál, ef upp kæmi, ætti sér engar orsakir aðrar en lenginguna sem slíka; trúir m. ö. o. nokkur Jjví, að slíkt vandamál sé óliáð starfi skólans að öðru leyti. Undirritaður er persónulega Jjeirrar skoðunar, að komi Jjessi agavandkvæði í ljós, þá sé jneginástæðan sú, að skólanum hafi ekki tek- i/t að námsaðgreina sem skyldi, J). e. einstakl- ingseðlið hafi ekki verið viðurkennt eins og vera bæri. En enginn má J)ó halda, að það sé auðvelt veik að viðurkenna einstaklingseðli jafnan í kennslu og uppeldi, og fráleitt væri að kenna skólunum um öll mistök barna og unglinga af Jjessu tagi. En sem sagt: undirritaður álítur, að fái nemandi verkefni við sitt liæfi, J)á sé að jafn- aði hálfur björn agavandamáls ltans yfirunninn, og oftlega vel J)að. Og því beittari svipu, sem skólayfirvöld og skólar fá á sig til ])ess að skipu- leggja og haga kennslunni með hliðsjón af ein- staklingseðlinu, ])ví betra. Ákvæði frumvarpsins um skólaskyldu eru meðal Jressaia svipna. Lenging skólaársins Þá er komið að hinu aðalatriðinu varðandi kennsluaukninguna, nefnilega lengingu skóla- ársins. Grunnskólafrumvarpið gerir ráð fyrir ])ví, að skólaárið verði í öllum skólahverfum 9 mán- aða langt, frá 1. sepiember til 31. maí, og rnjög skýr ákvæði eru í frumvarpinu, sem eiga að tryggja, að skólaárið nýtist vel til kennslu. Und- an])águákvæði gömlu fræðslulaganna eru þrengd. Þó að vissar undantekningar séu leyfðar sam- kvæmt 5. gr. frumvarpsins, ])á eru J)ær tíma- bundnar, svo að fullljóst er, að ætlunin er að tryggja öllum börnum 9 mánaða skólagöngu á ári og koma þeim ákvæðum í framkvæmd :í næstu 10—12 árum frá setningu laganna. Um jjetta hefur talsvert verið deilt, og liafa einkum fulltrúar strjálbýlisins ráði/t gegn þessum ákvæð- um. Síðan undirritaður hóf störf í Menntamála- ráðuneytinu fyrir nálega 5 árum, hefur honum fundizt sú kennslukrafa dreifbýlisins einna skýr- ust og staðföstust, að auka Jryrfti kennsluna í sveitaskólahverfum; J)ó heyrðust jafnan fáeinar raddir, sem mæltu gegn þessu. Krafa þessi virt- ist fyllilega eðlileg, enda hefur fyrr í þessu spjalli verið gerð greitt fyrir ])ví, hvers konar misrétti er hér um að ræða. Og fræðslulaga- nefndin, sem sarndi grunnskólafrumvarpið, var einhuga um ])etta sjónarmið. Stefnan var sem sé að auka jöfnuð í menntunaimiðlun á þennan hátt. Nú er það svo, að J)etta yrði vissulega mikil breyting fyrir sveitaheimilin frá því, sem nú er, og er Jtetta íaunar meginástæða J)ess, að sett var í frumvarpið ákvæði, er heimilaði tímabundnar undanþágur. Því er vel skiljanlegt, að bændum Jtyki nú uggvænlega liorfa, er svo djúptæk um- breyting er ráðgerð. Ástæðurnar til J)essa hljóta MENNTAMÁL 89

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.