Menntamál


Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 13
og skólamál og kennslutækni, liandbækur, orða- bækur og í'ræðibækur. 7. Timaritum og dagblöðum er komið fyrir í setustofu kennara og á þeim stað í skólanum, sem nemendur fá að hafa aðsetur á milli kennslu- stunda. Þessi skipting skólabókasafna hefir orðið hefð- bundin allvíða erlendis. Mörgum finnst hún úr- elt orðin, og aðhyllast fleiri skólamenn þá kenn- ingu, að bækur og kennsluefni eigi að staðsetja miðsvæðis í skólanum (t. d. opnir skólar), þar sem allir hafi greiðan aðgang að þeim, hvenær sem er á skólatíma (sjá mynd). Skráning og flokkun Hér á landi nota flest bókasöfn amerískt kerfi, Dewey decimal classification, við flokkun bóka og kennslutækja. Er það tugakerli, sem í gróf- um dráttum er skipt í 10 aðalílokka og 100 undirflokka, sem síðan skiptast í smærri undir- greinar. Kerfi þetta hefir náð mikilli útbreiðslu í heiminum vegna sveigjanleika og kerfisbund- inna minnistengsla, sem auðvelda það í notkun, auk þess sem það er endurskoðað á 5—7 ára fresti. Um skráningu er það að segja, að Bókavarða- félag íslands skipaði þriggja manna nefnd árið 1960 til þess að semja skráningarreglur fyrir ís- lenzk bókasöfn. Komu þær út í bráðabirgðaút- gáfu liaustið 1970. Var í meginatriðum haft mið af ensk-amerískum skráningarreglum, sem samd- ar voru á alþjóðlegum grundvelli og komu út 1967. Gerð spjaldskrár er mikið og vandasamt verk, ef vel á að vera, og ekki á færi annarra en sér- menntaðra bókavarða. Bókasafni án spjaldskrár má líkja við fyrirtæki án bókhalds. Öll stærri skólabókasöfn á Norðurlöndum hafa að minnsta kosti einn sérmenntaðan bókavörð í þjónustu sinni, en þau minni einn í hálfu staríi. Erlendis hefir verið komið á fót skráningar- miðstöðvum, sem selja bókasöfnum spjaldskrár- spjöld. Léttir það að sjálfsögðu mjög bókavarð- arstarfið. Bókasafnsvinnan Bókasafnsvinnan Starf skólabókavarðar er erilsamt, ef vel tekst til um starfsemi safnsins. Hann er því í þörf fyrir alla þá aðstoð, sem fáanleg er innan skól- ans. Margir nemendur eru fúsir til þess að hjálpa til, þó að skólatíma sé lokið. Með skipulagn- ingu og tilsögn geta þeir gert ótrúlega mikið gagn, svo sem með því að setja bækur í plast- kápur, líma á þær vasa, aðstoða við útlán o. fl. Við það kynnast jjeir lika safninu mun betur. En talsverða lagni þarf að sýna þessum áhuga- sömu nemendum og leyfa sem flestum að kom- ast að. Það er ótrúlegt, hve margir erfiðir og uppivöðslusamir nemendur kunna vel við sig í rólegu andrúmslofti bókasafnsins. Bókmenntakynningar Æskilegt er að bókmenntakynningar séu haldnar á vegum bókasafnsins a. m. k. einu sinni til tvisvar á vetri. Er bezt að undirbúa J)ær í samráði við íslenzkukennara skólans. Bókmenntakynningar má hafa með ýmsu móti. Höfundar eru beðnir að koma og lesa upp úr verkum sínum, eða leikarar og upplesarar eru fengnir. Við völdum það ráð síðast liðinn vetur, að láta nemendur sjálfa annast bókmenntakynn- ingu undir handleiðslu tveggja leikkvenna, sem leiðbeindu í leiklist og framsögn við skólann. íslenzkukennarar kynntu bekkjardeildum verk höfundar vikurnar fyrir bókmenntakynningu, og fóru bækur j^essar síðan til útláns. Loks var höf- undi boðið að vera viðstaddur. Tókst joetta afar vel. Að lokum vil eg geta þess, að við höfum ráð- gert að nýta bókasafnið enn betur, með því að hafa Jxið opið fram á kvöld fyrir ])á nemendur hreppsins, sem stunda framhaldsnám í öðrum skólum, og veita jjeim aðgang að handbókum og lestrarstofu safnsins. MENNTAMÁL 75

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.