Menntamál


Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 37
stjóri á Flateyri. Fundurinn var boðaöur með íárra stunda fyrirvara, og sóttu hann um 40 kennarar. Um helmingur þeirra voru kennarar utan af landi, sem staddir voru í bænum. Aðalmál þessa vundar var írum- varp ríkisstjórnarinnar um kjör kennara. Fundurinn sam- þykkti skorinort ávarp til Alþingis, sem átti að hefjast næsta dag, um hagsmunamál kennara. Ennfremur ræddi fundurinn um almenn kennarasamtök til þess að hefja sókn og vera á verði um stéttarmálefni kennara. Björn H. Jónsson, Hallgrímur Jónsson og Steingrímur Ara- son voru kosnir til að vinna að því að koma á slíkum samtökum. Snorri Sigfússon skrifaði grein í SkólablaSiS og lagði til að boða til fundar með öllum barnakennurum, settum og skipuðum, á næsta sumri, og auk þess yrði öllum unglingaskólakennurum boðin þátttaka. Var þetta mál og rætt í Kennarafélagi Barnaskóla Reykjavíkur. Á íundi þar 13. des. 1920 ræddi Helgi Hjörvar um stofnun allsherjarfélags með barnakennurum. Var síðan boðað til almenns fundar barnakennara í júní næsta ár. Fundarstjóri á þeim fundi var Sigurður Jónsson, skólastjóri í Reykjavík, en ritarar Bjarni Bjarnason, skólastjóri í Hafnarfirði, og Helgi Hjörvar, Reykjavík. Um 80 kennarar sóttu fundinn, þar af um 50 utan af landi. Helgi Hjörvar hafði framsögu um frumvarp til laga fyrir Samband íslenzkra barnakennara. Hann lagði áherzlu á, að sambandið yrði hreint stéttarfélag á grundvelli kennaralaunalaganna nýju, og að í því gætu verið bæði kennarafélög og einstakir kennarar. Deilur urðu að vísu nokkrar um skipulag sambandsins og rétt til þátttöku í því, en að kvöldi hins 17. júní 1921 var Samband íslenzkra barnakennara stofnað. Með stofnun Sambands íslenzkra barnakennara var lokið sögu Hins íslenzka kennarafélags, en þar er merk saga, sem ber vott um vakandi kennarastétt þeirra tima. Fyrstu stjórn Sambands íslenzkra barnakennara skipuðu: Bjarni Bjarnason, Hafnarfirði, og var hann íormaður, Hallgrímur Jónsson, Reykjavík, ritari, Sigurður Jónsson, Reykjavík, gjaldkeri, Hervald Björnsson, Borgarnesi, Guðmundur Jónsson, Reykjavik, Steingrímur Arason, Reykjavík, og Svava Þórleifsdóttir, Akranesi. Frá opnun skólasýningar í Melaskólanum MENNTAMÁL 99

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.