Menntamál


Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 45

Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 45
orðílokka og beygingaratriði þeirra („almenn greining") og kunna að greina „setningai'ræðilega" sam- kvæmt keriinu, og hins vegar að kunna stafsetningu og að setja kommur og önnur greinarmerki samkvæmt tíðkanlegum reglum. Aftur á móti hefur minni skipu- iagningu og minna hugviti verið beitt til að nemendur lærðu að skil ja íslenzkan texta eða beita mál- inu sjálfir; í þeim efnum hefur ti 1- viljun víðast verið látin ráða tölu- verðu um það hvaða atriði væru tekin fyrir, enda ekkert kerli til sem unnt væri að beita við æfing- ar í málnotkun á svipaðan liátt og tíðkast við almenna greiningu eða stafsetningu. Þess hefur helzt verið krafizt að nemendur kynnu að beita málinu í samræmi við þetta greiningarkerfi, gæta þess að haga orðum sínum þann veg að unnt — <og lielzt auðvelt — væri að greina málsgreinarnar setningafræðilegri greiningu samkvæmt kerfinu, svo og að forðast tiltekin orð sem nán- ast liafa verið bannfærð. Allt hef- ur þetta þó verið misjafnt eftir kennurum, en eg ætla þessi dómur sé ekki ranglátur þegar á heildina er litið. Margir hafa imprað á því, en fáir talað um það upphátt, að þetta kerfi er hættulegt málfræðilegum skilningi nemenda, meðal annars af |)vi að það gefur þeim sem kann það vel, falska hugmynd um öryggi og fullkomleika í málfræðikunn- áttu. Þó fer því vitanlega fjarri, jafnvel ])ótt miðað sé við þá eina þætti málsins sem kerfinu er ætlað að ná til, en að sjálfsögðu hefur ]rað ekkert liop af síðari tíma við- horfum eða aðferðum í þessari grein. Þetta er lokað kcrfi, gefur ekki möguleika til fleiri sjónar- rniða cn þegar hafa komið fram í því, skiptir um viðmiðun eftir því sem lienta þykir, svo sem þcgar allt í einu er farið að kalla atviksorð „atvikslið", forsetningu + fallorð „forsetningarlið", og slikt nefnt setningafræðileg greining. En grcin- ing verður ekki setningafræðileg við það eitt að skipta um lieiti á ein- ingum setningarinnar. Satt að segja er hin svo nefnda setningafræði þessa kerfis í mörg- um tilvikum lítið annað en svolítið breytt viðhorf til orðflokkagrein- ingar. Það er til að mynda látið vera aukaatriði — þótt á það sé minnzt — hvaða orð eiga saman í setningu, en megináherzla lögð á að liða setninguna niður í smá- búta og gefa hverjum bút sitt heiti án þess að hirða um innbyrðis sam- liengi þeirra. í þessu kerfi er og beitt eins kon- ar hringsönnunum, svo sem þegar áhrifssögn er skilgreind sem sögn er stýri andlagi (að vísu orðað þannig að áhrifssagnir stýri auka- falli), en hins vegar er andlag skil- greint þannig að það sé aukafall sem stýrist af áhrifssögn. (Sbr. bls. 66 í bók Skúla.) Að hvaða gagni kemur þetta kerfi? Það veitir nemanda þekk- ingu á vissum þáttum málsins, en næsta einhæfa og gagnslitla þegar til kunnáttu í málnotkun kemur. Það er að vissu leyti hugaræfing, þar sem það er lokað og á margan hátt sjálfu sér samkvæmt. En sam- bærilegri hugaræfingu má betur ná með stærðfræði, rökfræði eða slík- um kerfum af táknum fyrir raun- veruleikann. Undirritaður lærði að sjálfsögðu þetta kerfi á námsárum sínum og þekkir það því nokkuð vel, en þeg- ar að kennslu kom og leiðbeina skyldi nemendum um raunverulega kunnáttu í málinu, stíl og skyn- samlega eða smekkvísa málnotkun, þá varð ljóst að slík sundurliðun er ekki rétta leiðin að kjarnanum, raunverulegri kunnáttu i málinu og smekkvísi í meðferð þess, lield- ur miklu fremur til þess fallin að afvegaleiða í þeim efnum. Eg hef því kennt þetta kerfi með síversn- andi samvizku, og nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð og yngri menntaskóla liafa ekki verið látnir læra það í þeim skólum, að því er eg bezt veit. í ])essu sambandi er rétt að komi fram, vegna þeirra sem telja þetta kerfi hið eina rétta fyrir íslenzku og vitna þá gjarnan til Björns Guð- finnssonar, að honurn var ljóst — að minnsta kosti ljósara en ýmsum fylgismönnum kerfisins, að því er virðist — að kerfi af þessu tagi er aldrei nema mannasetningar, bygg- ist á þeim reglurn sem misvitrir menn hafa dregið af notkun máls- ins og sett fram sem einhlítar mál- fræðireglur. Og seinustu æviárin var Björn tekinn að efast um gagn- semi þessa kerfis í ýmsum atriðum, en hefur hins vegar orðið að sæta því látinn að það væri við liann kennt, — og kemur það eflaust af dugnaði lians við kennslu, enda hafa margir haft — eða ætlað sér að liafa — kennslu hans til fyrir- myndar. Víkjum þá nánar að bók Skúla. Hún er að því leyti betri eldri bókum að hún er skemmtilegri, en einmitt af þeim sökum er lnin hættulegri — og að því leyti verri, því að þá er hættara við að hún hafi varanleg áhrif á nemendur. Skúli er naskur að finna skemmti- leg dæmi, svo sem til greiningar, og bókin er fjörlega samin, víða góðar ábendingar um málfar, skemmtilegar og líklegar til að verða minnisstæðar lesandanum. En allt er þetta næsta sundurlaust og tilviljunarkennt. Það er þó auð- sætt að kerfinu hefur ekki tekizt að drepa allan málsmekk hjá Skúla, þótt itins vegar sé ljóst að liann sér ekki út fyrir vítahringinn frem< ur en aðrir sem hafa lokazt inni í því. Skulu nú nefnd nokkur dænti þessa. Á bls. 7 segir liöfundur: „Nöfn setningarhluta eru stílfræði- leg hugtök." Látum vera þótt sagt sé að „nöfnin" séu „hugtök" í stað „lieiti á hugtökum", en það er að vísu lítt þroskavænlegt orðalag nemendum. Hitt er auðvitað fjarri lagi að draga engin mörk milli stílfræði og setningafræði, og það setningafræði sem er þá túlkuð nánast sem önnur heiti á greining- aratriðum orðflokka. Á bls. 10 segir menntamAl 107

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.