Menntamál


Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 22
♦------------------------------------♦ Andri ísaksson, deildarstjóri í Menntamálaráðuneytinu: Hvert stefnir grunnskóla- frumvarpið? 4---------------------------------♦ MENNTAMÁL 84 Grein sú, sem hér fer á eftir, er hugsuð sem ofurlítil tilraun til að skýra megintilgang þeirra stjórnarfrumvarpa til faga um skólakerfi og grunnskóla, er lögð voru fyrir síðasta Alþingi. Það, sem kveikti ritsmíðina, var sú skoðun höf- undar, að það hefði staðið undangengnum um- ræðum um niálið nokkuð fyrir þrifum, hve lítið virtist gert til að greina á milli tilgangs og fram- kvæmdaratriða grunnskólafrumvarpsins, rnilli markmiða Jress og leiða. Sömuleiðis var Jjað að dómi greinarhöfundar galli á umræðunum, hve heildarmat á grunnskólafrumvarpinu varð að víkja fyrir tiltínslu einstakra atriða J)ess. Inngangur Síðan frumvarp til laga um grunnskóla var lagt fram af þáverandi ríkisstjórn í byrjun þéssa árs, hafa orðið um Jxið allmiklar umræður, bæði í blöðum og útvarpi og eins á ýmsum fund- um. Slíkar umræður eru æskilegar og nauðsyn- legar. Þegar um er að ræða mál, sem varðar svo að segja hvert heimili á landinu, ber nauð- syn til Jjess, að sem flestir og helzt allir hags- munahópar og þjóðfclagsgeirar geri grein fyrir viðhorfum sínum við málinu og reyni að hafa áhrif á gang Jress. Umræðurnar eru þ\í fagn- aðarefni í sjálfu sér. Samt sem áður er Jrví ekki að leyna, að um- ræður Jæssar hafa að verulegum hluta orðið ýms- um mikil vonbrigði. Sumar Jtær blaðagreinar, sem ritaðar hafa verið um frumvarpið, sneiða vandlega hjá að kanna, ræða og meta megin- stefnumið Jress og dvelja í staðinn við einstakar leiðir, einstök framkvæmdaratriði. Nú er að vísu fráleilt að gera lítið úr framkvæmdaratriðunum sem slíkum. Árangur skólastarfs veltur auðvitað mest á framkvæmdinni. En með Jjví að blanda saman í umræðu stefnumarki og framkvæmd er yfirleitt ekki verið að auðvelda hinum alménna borgara að átta sig á Jjví, livað af hugsanlegri lagasetningu um grunnskóla mundi leiða fyrir hann og heimili hans. Dæmi um þennan rugl- ing er Jrað, þegar skrifað er um stjórnun grunn- skóla, t. d. skipulag fræðslumálastjórnar eða vald kennarafunda, í þeim dúr, að framkvæmd-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.