Menntamál


Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 43

Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 43
veilur í þjoðfélagskerfi, sambúðarháttum og hugsunarhætti eldri kynslóðarinnar. Hins vegar skortir unglingana oít þá víðsýni og reynslu, sem er undirstaða umburðarlyndis og samúðar. Ef til vill skilur enginn maður foreldra sína til fulls fyrr en hann er sjálfur komirin á sama ald- ur og hefir svipaða reynslu og þau liöfðu á sínum tíma. Þess vegna verður uppreisn æsk- unnar oft heit og svæsin, blandin fyrirlitningu og beiskju, af því að þeim finnst þau liafa verið svikin í tryggðum. Þetta gengur síðan út yfir mörg þau verðmæti, sent eldri kynslóðin hefir metið mikils og frá henni hafa verið þegin. Það, sem hér hefir verið sagt, þýðir engan veginn, að unglingarnir haldi ekki áfram að hafa trúarþörf. En þegar hún segir til sín, eru ýmsir möguleikar framundan. Hinn fyrsti er sá, að unglingarnir afneiti trúarþörf sinni algerlega, þrýsti niður í undirvitundina öllum hvötum, sem af henni eru sprottnar eða við hana tengd- ar. Þá myndast eins konar andlegt tóm, sem lijá mörgum leiðir af sér einmanakennd og söknuð, sent líkja má við munaðarleysi. Eg þykist hafa orðið var við, að þetta ástand geti leitt til þung- lyndis og ömurlyndis, jafnvel þegar allt virðist leika í lyndi. Annar möguleiki er sá, að reynt sé að svala trúarþörfinni með óeðlilegu móti, gera sér einhvers konar gervitrúarbrögð úr efni- við, sem raunverulega tilheyrir öðrum sviðum sálarlífsins, svo sem stjórnmálum, listum, íþrótt- um, náttúruskoðun. Allt getur jtetta verið verð- mætt út af fyrir sig, en það fullnægir ekki þeirri mannssál, sem einhvern tíma hefir lifað raun- verulegt samfélag við þann guð, sem er allt í öllu. Þriðji möguleikinn, sem til greina kemur, er sá að leita að nýju inn i heim trúarinnar, en halda þvi leyndu fyrir umhverfinu. Slíkir ungl- ingar lifa oft heitu bænarlífi í einrúmi, en af- neita trú sinni í heyranda hljóði, alveg eins og unglingar halda leyndum sínum viðkvæmustu tilfinningum, Jsegar hugurinn fer að hneigjast til djúptækara ástalífs heldur en yfirborðslaus- ungin gefur til kynna. En Jjað ieiðir af sjálfu sér, að alveg eins og hugmyndir unglingsins um heiminn og mennina breytast, Jrannig breytast einnig hugmyndirnar um guð, og leitin að full- nægjandi niðurstöðum getur tekið á sig hinar fjölbreytilegustu myndir. Þess vegna er það stór- varhugavert fyrir ??ienningarlíf og lífshamingju man?ia, að menntastofanir þjóðarmnar eru ekki við það miðaðar, að ungt fólk þurfi f?-œðslu um trúarbrögð og trúarlíf ?ie?na á s?nábarnaaldri. Þess er engin von, að smábarnafræðslan ein dugi neinum manni í Jjessum efnum fremur en öðr- um. Ein ástæðan fyrir því, að sumir unglingar eiga erfiða aðstöðu í trúarlífi sínu, er afstaða eldri kynslóðarinar, sem gerir unglingunum erfiðara fyrir um trúariðkanir og bænarlíf. Margir for- eldrar eru feimnir við að láta mikið uppskátt um trú sína eða trúarbaráttu. Eullorðið fólk talar yfirleitt lieldur ekki mikið um trúarbar- áttu sína eða trúarleit. Þess vegna fá unglingar oft Jjá lnigmynd, að guðstilbeiðsla og bænarlíf tilheyri aðeins smábarnastiginu, eins og barna- leikföng og barnalegar hugmyndir um tilver- una, og eg veit um ýms dæmi Jiess, að unglingar á viðkvæmu stigi hafa beinlínis hætt að biðja til guðs, vegna þess að eldri félagar eða roskið fólk gerði gys að þeim. En svo undarlegt sem Jjað kann að virðast, vilja unglingar fátt í’remur en líkjast hinurn fullorðnu. Þessi lmeigð fer í öfuga átt við gagnrýnina, sem eg nefndi áðan. En staðreyndin er sú, að unglingur í mótun er leitandi sál, sem felur x sér margs konar and- stæður. Þegar rætt er um trúarlíf unglinga, verður að hafa það hugfast, að fæstir þeirra hafa vanizt reglubundinni Jxátttöku í guðsþjónustum. Flest börn á fermingaraldri hafa þar litla reynslu að baki, nema barnaguðsþjónustur á smábarnastigi eða sunnudagaskóla. En jafnvel börn, sem vani/.t hafa á kirkjugöngur með foreldrum sínum í bernsku, láta undan þeim Jxnnga, sem stafar af óteljandi kröfum, sem gerðar eru til þeirra síðar af fjölmörgum aðilum, svo sem skólum, l'élög- um og alls konar samtökum, sem nú orðið ráða mynd þjóðlífsins og fara sínu fram án nokkurs lillits til kirkjunnar. Það er fullkomin vanvirða, að ekki skúli vera komin á skipulögð samvinna með kirkjunni, skólunum, iþróttahreyfingu?mi, ferðafélögunum og fleiri hópum, se??i beinlinis MENNTAMÁL 105

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.