Vorið - 01.03.1934, Síða 2

Vorið - 01.03.1934, Síða 2
Vöftíí) ÍÉ sykui’, tóbak eða annað smávegis. — Jóni Paiva var lítið um hana gcfið. Hann sagði að hún væri heiðingi, sem fengist við galdra og allskonar kukl, og oftar en einu sinni hafði hann hrakið hana frá tjöldum sínum og hótað henni að siga hundunum á hana, ef hún kæmi aftur. Fólkið sagði, að hún hefði reynt að koma ofan í hann galdrakaffi, og reynt að gera honum allskonar brellur til að hefna sín á honum, en ekki tekist. Nú var hún komin heim að tjalddyrunum til Hannesar, og sannast að segja var hún líkust gamalli galdranorn. Hún var lítil : g ljót. Andlitið var gult og skorpið. Augun voru nístandi og fáeinar gráar hárflyksur löfðu undan húfunni. «Er pabbi þinn heima?« spurði liún. »Nei, pabbi er uppi í fjöllunum hjá hreindýrunum«, sagði Hannes og bætti svo við: »Þetta veizt þú vel«. »Getur verið«, tautaði María. Hannesi leið alls ekki vel þarna í návist gömlu konunnar. Hann þekkti skoðun föður síns á henni, og hann hafði líka heyrt hvað fólkið sagði um hana. En ótti hans við gömlu konuna stóð ekki lengi, því nú kom honum einnig í hug, að hvar sem hann færi, þá væri guð með honum, og svo hafði honum líka verið sagt það í skólapum, aö allar þessar galdrasögur væru aðeins tilbún- ingur, svo að lokum spurði hann: »Hvað vilt þú?« María svaraði ekki undir eins. »Viltu gefa mér fáeinar eld- spýtur?« sagði hún svo eftir litla stund, mjög auðmjúk í bragði. »Eg er alveg eldspýtnalaus, og eldurinn hjá mér er dauður, og eg er alveg ráðalaus. Eg get ekki launað þér neitt nú, en síðar skal eg reyna að muna þér það«. Hannes hugsaði sig um litla stund. Hann hafði eldspýtukassa í vasanum, vel hálfan, en pabbi hans mundi ekki kæra sig um, að hann færi að gefa Maríu gömlu hann. Hann hafði oft bannað honum að koma nálægt þeirri norn. En allt í einu fann hann til meðaumkunar með þessari gömlu fátæku konu, og tók nú eldspýtna- kassann úr vasa sínum, fékk henni og mælti: »Gerðu svo vel, þú mátt eiga eldspýturnar«. Gamla konan hafði áreiðanlega ekki búizt við því að fá eldspýt- urnar. Fyrst varð hún undrandi, en síðan himinlifani glöð. ófríða andlitið hennar varð næstum því fallegt af brosinu, sem breiddist yfir það, er hún tók við þessarl gjöf. Loksins hneigði hún sig hvað eftir annað, þakkaði inni- lega fyrir sig, og sneri svo frá tjöldunum. Drengurinn horfði undrandi á eftir henni, en hann var glaður, því hann vissi að

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.