Vorið - 01.03.1934, Blaðsíða 6

Vorið - 01.03.1934, Blaðsíða 6
22 VORIÐ ekki sízt í smáþorpum, þar sem engin lögregla er til þess að veita þessu nánari eftirtekt. Þeir menn, sem svona eru, gera ættingjum sínum og sveit sinni skömm og skapraun. Það er því ekki annað en skortur á siðgæði manna að neyta þessara skaðlegu eiturteg- unda. Aðalheiður Jónsdóttir, Þórshöfn, 13 ára. • -. o Svarti drengurinn, sem varð mikill maður. (Framh.). <3, að eg gæti komist þangað! hugsaði Booker litli daga og næt- ur eftir þetta eftirminnilega kvöld. En hvernig átti hann, fá- tækur, umkomulaus og allslaus svertingjadrengur, að geta það. Til þess þurfti einhverja peninga og hvar átti hann að fá þá? En nú víkur sögunni til hefðarkonu einnar þarna í grennd, sem hét frú Ruffner. Booker hafði heyrt, að hún greiddi öllu sínu fólki af- arhátt kaup, en sá var gallinn á, að þar var ekki við lambið að leika sér, og enginn tolldi hjá henni nema stuttan tíma, annað- hvort rak hún fólkið í burtu, eða það gekk úr vistinni sjálfkrafa. En ef satt skal segja, þá var þetta nú ekkert hræðileg húsmóð- ir, en það var eitt, sem hún krafðist af öllu sínu fólki, og það var sívakandi reglusemi, vand- virkni og trúmennska í öllu, sem það gerði, smáu sem stóru, og þeir, sem ekki gátu uppfyllt þessa kröfu, urðu að fara. Einn góðann veðurdag drepur svo Booker litli á dyr hjá þessari óttalegu frú, vafalaust skjálfandi af hræðslu, en hann var búinn að strengja þess heit að komast í svertingjaskólann, og hvað gerði þá til þótt það kostaði einhverja áreynslu. En hvað sem því leið, þá réðist hann í vist hjá frúnni. Ekki segir mikið af dvöl hans þar, en víst er um það að þeim samdi vel, og síðar hefur Booker sagt: »Það sem ég lærði hjá frú Ruffner varð mér meira virði en öll sú þekking er mér hefur síðar auðnast að veita mér, og sannast hér sem oftar: Að sá sem er trúr yfir litlu, verður settur yfir mik- ið. Trúmennskan og vandvirknin, sem hann lærði hjá þessari góðu konu, hjálpuðu honum að verða það mikilmenni, sem hann varð síðar. — Svo er það einn fagr- an dag að Booker litli kveður frú Ruffner og hina fáu vini sína, og leggur land undir fót til Hampton skóla í Virginíu, því sá var hinn merkilegi skóli. Fáeina skildinga hafði hann í vasanum, en ekki voru þeir fleiri en svo, að hann var orðinn peningalaus löngu áð- ur en hann komst alla leið. En þegar peningarnir voru þrotnir, vann hann sér fyrir matarbita við og viö á bæjunum, en svaf á

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.