Vorið - 01.03.1934, Síða 7

Vorið - 01.03.1934, Síða 7
VÖRÍ Ö ‘B Hefir tvennt til. nóttunni í útihúsum eða undir berum himni. Svo er það kvöld eitt að tötra- legur svertingjadrengur ber að dyrum í Hampton skóla, og spyr hvort að hann geti fengið að vinna eitthvað fyrir skólann. Um- sjónarmaðurinn tók hann til reynslu. »Það þarf að taka til í fyrir- lestrasalnum og þvo gólfið«, sagði hann. »Taktu kústinn og gerðu salinn hreinan«. Booker litli vissi að þetta átti að vera nokkurskonar próf, og hann segist aldrei hafa byrjað glaðari á nokkru verki. »Ég vissi líka«, sagði hann, »að við þetta verk var ég sannur meistari. Fyrst sópaði ég salinn þrisvar sinnum, því næst tók ég rykduluna og sópaði allt hátt og lágt fjórum sinnum, alla veggi, loft, öll borð og bekki. Síðast þvoði ég allan salinn. Ég fann það á mér að framtíð mín væri komin undir því hvernig ég leysti þetta verk af hendi«. Það þarf nú varla að taka það fram, að Booker litli fékk bæði stöðu við gólfþvottinn og komst jafnframt í skólann. En hann sýndi svo framúrskarandi áhuga og alúð við námið, að hann var fljótlega látinn hætta við gólf- þvottinn, svo að hann gæti gefið sig allan við náminu. En þegar þessi litli og fátæki svertingja- drengur hafði lokið námi við skólann, fór forstöðumaður skól- ans fram á það við hann, að hann tæki við forstöðu skólans þegar hann hætti. Svo mikið álit hafði han náunnið sér. En Booker lang- aði til að stofna skóla og hjálpa svo hinum ómenntuðu bræðrum sínum og systrum til að verða að mönnum. Og svo keypti hann gamlan bóndabæ, sem kominn var að hruni, auðvitað fyrir lánsfé, en einu húsin sem hægt var að nota voru fjósið og hænsnahúsið, og þar byrjaði svo Booker skóla sinn. Þegar búið var að dytta svo að þessum húsum að hægt var að búa í þeim, ákvað hann að ryðja ofurlítinn landskika, og rækta þar baðmull og sykurreyr. En þá leizt nú svertingjastrákunum ekki á blikuna. Þeir voru svo vanir þrældómi, að þeir þóttust ekki þurfa að fara í skóla til að vinna og þræla. Sumir þessara læri- sveina höfðu eitthvað fengizt við

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.