Vorið - 01.06.1948, Side 10

Vorið - 01.06.1948, Side 10
48 V O R I Ð Krakkarnir hennar kisu Sjáið þið hvar þau sitja, systkinia litlu ein; þau voru dðan að ólmast og elta Gunnu og Svein. Og nú að leiktíma liðnum er Ijúft að sitja um stund, og hugsa um alvarleg efni með ánœgðri katta-lund. En kœmi nú fljúgandi fluga og flygi við nefið á þeim, — já, þá fceri róin að raskast á rólegu köttunum tveim. Og þá mundu lappir á lofti með liðleika flugunni ná, þvi hún þykir ágœtis celi ungu köttunum hjá. ,,Hún mamma er á músaveiðum, á meðan ég lieima dvel, og svo fce ég mús í matinn, ef mömmu gengur vel.“ Hefur þú heyrt, að það á að fara fram skíðakeppni á Akureyri á milli jóla og nýárs? Nei, hvort heldur þú að sigri? „Komdu, kisa mín'* Fyrsti vinurinn meðal dýranna, sem mörg börn kynnast, er kisa. Það er því ekki undarlegt, að sögur og ljóð af kisu eru vinsæl hjá börnun- um. Nýlega er komin út glæsileg bók um þetta efni, sem nefnist: „Komdu, kisa min“. Þetta eru myndir og ljóð um ketti. í hverri opnu er ljósmynd af köttum og kisuvísur á hinni opnunni. Ragnar Jóhannesson hefur valið ljóðin. Auk þess er bókin prýdd teikni- myndum eftir Halldór Pétursson. Bókin er gefin út á vönduðum myndapappír og er sérstaklega glæsileg. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar, sem gefur bókina út, hefur ekkert til sparað að gera hana sem bezt úr garði. Hér er birt mynd og eitt kvæði úr þessari fallegu bók. Ég er þess fullviss, að þau börn verða glöð, sem eignast hana. E. S. Rut hafði verið að læra um Kain og Abel í biblíusögutíma, og efni sögunn- ar, þetta, að Kain drepur bróður sinn og hleypur svo að heiman, hefur mikil áhrif á hana og hún segir við kennslu- konuna: „Adam og Eva hefðu heldur átt að eignast stúlku.“ i ■

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.