Vorið - 01.06.1948, Qupperneq 20
58
VO RIÐ
vera, að sonur yðar spretti hér
upp úr hrauninu á þeim tíma,
ha, ha, ha!
ODDUR: Sveinn! Tilkynntu kall-
aranum, að ég hafi fengið 15 mín-
útna frest.
(Sveinninn fer.)
ODDUR: Hvaða reykur gýs þarna
upp með Ármannsfelli? Það er
líkast því, að það sé jóreykur.
HERLEGDÁÐ: Er þetta ekki
þokuhnoðri?
HELGA: Mér finnst einhver hreyf-
ing vera þarna.
(Sveinninn kemur.)
ODDUR (snýr sér að honum):
Sérðu, hvaða reykur er upp við
Ármannsfell? Þú hefur svo góða
sjón.
SVEINNINN: Þarna er einhver á
ferð. Þetta er jóreykur.
HERLEGDÁÐ (órólegur): Nú
held ég, að þið séuð farin að sjá
ofsjónir. Ekkert get ég séð.
ODDUR: Þetta er ríðandi maður.
Ef von væri Árna sonar míns hér
á landi, segði ég, að hann væri
þarna á ferð.
HERLEGDÁÐ (órólegur): Nú
þykir mér, að þið vera orðin
bjartsýn.
SVEINNINN: Þessi maður fer
geyst yfir. Hann nálgast óðum.
(Þau horfa öll í sömu átt.)
HELGA: Aumingja hesturinn! Sjá-
ið, hvernig gufustrókur stend-
ur fram úr nösunum á honum. á
ODDUR: Já, þetta er einhver, sem
liggur mikið á. Hann linar aldrei
á sprettinum.
HERLEGDÁÐ: Þetta er auðvitað
einhver smalastrákur hér úr ná-
grenninu.
ODDUR: Ekki trúi ég því. Mér
finnst ég þekkja hreyfingarnar.
HELGA: Skyldi það þá vera bless-
aður drengurinn minn?
KALLARINN: Árni Oddsson,
Árni Oddsson, Árni Oddsson!
ÁRNI (snarast inn); Já, já, já! Hér
er Árni Oddsson kominn fyrir
guðs náð, en ekki þína, Herleg-
dáð.
(Árni faðmar foreldra sína.
Herlegdáð fer.)
ODDUR: Guði sé lof, að þú ert
kominn!
HELGA: Loksins komstu, dreng-
urinn minn! (Klappar honum.)
ÁRNI (við föður sinn): Geta svein-
ar þínir ekki hirt um Brún? Hon-
um á ég það að þakka, að ég er
hingað kominn.
ODDUR (við sveininn): Bið þú
hestasveina mína að hirða um
hestinn. (Hann fer.)
ÁRNI: Við skulum ganga strax til
lögréttu, faðir minn. (Þeir leið-
ast út.)
Tjaldið fellur örstutta stund.