Vorið - 01.06.1948, Side 24
62
V O R I Ð
tæplega grein fyrir afleiðingunum.
Nú fór hann að athuga um mögu-
leika til að komast út, en gleymdi
alveg hinu upprunalega erindi. Þá
sá liann sér til mikillar skelfingar,
að á bókasafnskompunni var aðeins
einn pínulitill gluggi, sem ógerlegt
mundi að komast út um, einkum
þar sem þetta var á efri hæð og hátt
niður.
Þá athugaði liann hurðina, en
Iiún var ekki aðeins tvílæst, heldur
einnig rammger, svo að ófært
mundi að komast út þá leiðina.
Hann var innilokaður eins og fugl
í búri.
—o—
Nú víkur sögunni frá Pétii og
heim að Grund. Foreldrar hans
undruðust, að hann skyli ekki koma
heim úr skólanum eins og venju-
lega. Og þegar hann var ekki kom-
inn kl. 8 um kvöldið og aldimmt
var orðið fyrir löngu, var sent heim
til kennarans til að spyrja Iiann um
þetta. Jón kennari sagðist ekki vita
betur en Pétur hefði farið á venju-
legum tíma af stað frá skólanum.
Sama sögðu börnin á næstu bæjum,
og þó hafði enginn orðið var við
hann á leiðinni heim.
Þannig hagaði til, að á leiðinni
úr skólanum var lítil á. Var stokkið
yfir liana á tveimur, stórum stein-
um. Kom mönnum nú helzt í hug,
að Pétur liefði getað fallið út af
steinunum og í ána. Engin önnur
torfæra var á leiðinni.
N ú var gerður út leiðangur með
mörg ljósker út að ánni. Leitað var
vandlega í gljúfrunum fyrir neðan
götuna, því að áin var auð. Ekki
bar þessi leit neinn árangur. Fóru
nienn því næst lieim við svo búið,
en ákváðu að hefja nýja leit með
morgni.
—o—
Þegar Pétur hafði séð, að hann
gat ekki komizt út, fór hann að líta
í kring urn sig í bókasafninu. Og
eitt af því, sem hann kom auga á
voru svörin. Hann tók þau, fletti
upp á dæmunum, sem liann átti að
reikna heima, og skrifaði svörin við
dæmin á blað á borðinu. Og hann
lét ekki þar við sitja, heldur tók
hann reikningsbók kennarans, sem
lá þar á borðinu og fór að reikna
dæmin með hliðsjón af svörunum,
og tókst það. Hann varð hálfundr-
andi yfir því.
Því næst fór hann að lesa. Hann
fann skemmtilegar bækur í safninu
og las meðan birtan entist, og var
liann stöðugt að búast við að ein-
hver kæmi að leita sín.
En imyrkrið breiddist yfir og eng-
inn kom. Þarna inni var olíulampi,
en Pétur hafði engar eldspýtur, og
varð hann því að sitja í myrkrinu.
Oft hafði hann áður gert gys að
þeirn, sem voru myrkhræddir. En
nú, þegar aldimmt var orðið í her-