Vorið - 01.06.1948, Síða 26
64
VORIÐ
RILLA M. ENGLE:
Litla
Einu sinni fyrir hundruðum ára
var snotur dúfa í Rómaborg. Hún
byggði sér hreiður í vegg gamallar
hallar. Brátt komu í það hvít egg,
og urðu þau alls 5. Ó, hvað dúfu-
mamma var nú hreykin! Hún hélt
þeim hlýjum undir mjúku vængj-
unum sínum. Þegar tími var til
kominn, brutu fjögur falleg dúfu-
Pétur kom svo aftur í skólann og
var í skólanum um daginn, eins og
ekkert hefði í skorizt. í einu
kennsluhléinu talaði kennarinn við
hann og spurði, hversvegna hann
hafi verið inni í bókasafnskomp-
unni og ekki sagt til sín, þegar
hann læsti. Fyrst var Pétur hálf
vandræðalegur, en áræddi að lok-
um að segja eins og var. Kennarinn
ávítaði hann ekkert, en sagði, að
þarna gæti hann séð, hvað hlotist
geti af því að gera ekki skyldu sína.
Hann bauð Pétri að taka með hon-
um nokkra aukatíma í reikningi og
urðu þeir ásáttir um það.
Sagan um þennan atburð flaug
um sveitina og ekki var laust við,
að félagar Péturs stríddu honum
stundum á því að hafa verið lokað-
ur inni í skólanum heila nótt. En
þessari vetrarnótt gleymdi Pétur
aldrei.
dúfan
börn eggjaskurnina og gægðust út
til að líta á heiminn.
Dúfumamma leit áhyggjufull á
eggið, sem eftir var. Það var minna
en hin og enn þá var það heilt.
„Hentu því burtu úr hreiðrinu,"
sagði dúfupabbi. „Það getur aldrei
klakizt út.“ — „Nei,“ svaraði dúfu-
mamma. „Ég ætla að halda því
hlýju nokkra daga enn þá.“ Svo liðu
þrír dagar og ekki kom unginn.
„Ég sagði þér þetta,“ sagði dúfu-
pabbi. „Hentu því út.“ — „Aðeins
einn dag enn,“ sagði móðirin biðj-
andi, „ og þá mun það áreiðanlega
klekjast út.
Og næsta dag fékk dúfumamma
vissu sína, þegar hún heyrði ofur
veikt tíst, og pínulítið dúfubarn
stakk höfðinu undir væng mömmu
sinnar.
„Sjáðu!“ hrópaði hún. „Alveg
eins og ég sagði. Það þurfti að sitja
á því nokkrum dögum lengur.“
„Humm,“ sagði dúfupabbi. „Mér
finnst. það of lítið og ekkert líkt
stóru systkinunum sínum.“
„Það lagast með tímanum," sagði
dúfumamma. „Það mun vaxa,“ og
hún strauk blíðlega höfuð þess með
nefinu sínu.
En litla dúfubarnið hélt áfram að
vera minna en öll hin, þó að það