Vorið - 01.06.1948, Side 28
66
V O R I Ð
skipað að setja hann í fangelsi. Já,
vissulega. Og litla dúfan flaug nið-
ur að ánni, þangað sem fangelsið
var. Hún flaug allt í kringum það
og kurraði í gegnum grindurnar á
hverjum glugga. Loksins sá hún
vin sinn. Gamli maðurinn leit upp.
„Hefur þú fundið mig, litla
vina?“ sagði hann og brosti til dúf-
unnar. Hann andvarpaði. „Hvað
munu hinir vinir mínir gera, þeir,
sem geta ekki flogið að glugganum
mínum, eins og þú?“
Litla dúfan tróð sér inn á milli
tveggja rimla, þar sem aðeins hún,
sem var svo smá, gat komizt í gegn.
Hún flaug til Valetins og lét eina
af unaðsfögru fjöðrunum sínum
falla í hönd hans.
„Þetta er vinargjöf þín til mín,“
sagði biskupinn, þegar hann leit á
fjöðrina, sem var öll brún og græn,
gyllt og purpuralituð. Þá flaug litla
dúfan til múrveggsins, þar sem fjól-
urnar spruttu. Hún sleit lítið,
grænt lauf og færði Valetin. Biskup-
inn brosti blíðlega og grét hátt af
gleði, vegna þess, sem honum datt
í hug. Þú veizt að blöð fjólunnar
eru eins og lítil, græn hjörtu. Hann
tók laufið, sem dúfan hafði fært
honum og stakk fjöðrinni í gegn-
um um það. Á laufið skrifaði hann
orðin: „Ég elska þig.“ Hann fékk
dúfunni það og sagði henni að fara
með það til máttlausu stúlkunnar,
Veiku prinsessunnar og allra vina.
En hvað þeir urðu nú glaðir að
fá þetta vináttumerki, og hvað litla
dúfan var hamingjusöm, því að
þrátt fyrir það, gat hún þó unnið
fyrir aðra. Það var þá einnig eitt-
hvað, sem hinir minnstu gátu gert.
Nokkru seinna veiktist grimmi
konungurinn og dó, og Valetin var
leystur úr fangelsinu. En daglega
sendi hann litlu dúfuna með
kveðju til vina sinna.
Þegar Valetin biskup góði dó,
sögðu menn: „Við skulum ætíð
minnast hans, með því að senda
vinum okkar á afmælisdegi hans
tákn um vináttu." Og enn í dag er
fæðingardagur Valetins haldinn há-
tíðlegur og senda menn þá ástar-
kveðjur til vina sinna.
Árni M. Rögnvaldsson þýddi.
„Gjörið svo vel, herra úrsmiður,
hérna kemur hengillinn úr klukkunni
minni. Hann vill ekki ganga.“
„Já, en hvar er klukkan?“
„Klukkan! Það gengur ekkert að
henni, það er bara hengillinn, sem ekki
vill ganga.“