Vorið - 01.06.1948, Blaðsíða 38

Vorið - 01.06.1948, Blaðsíða 38
76 V O R I Ð meS pabba í eins dags ferðalag og átti systir mín að gefa Nóru litlu matinn sinn. En hún vildi ekkert þiggja af syst- ur minni og dó þegar um daginn. Það var okkur börnunum sár söknuður. Og líka mömmu, þegar hún kom heim. Hún tók hey úr kassanum, sem Nóra hafði legið í, vafði því utan um litla, svarta fósturbarnið sitt og fór með nið- ur að ánni. Við fylgdum henni öll. Nú stiklaði mamma á steinum út í ána, þar sem mestu bylgjurnar voru og lagði litla heyhnykilinn á þær. Og þær tóku á móti litla fuglinum og báru hann burt, eins og í heimkynni sitt. Lengi horfðum við á eftir henni. Og dagurinn leið með björtum sólarbjarma, og sum- arið leið með mörgum svona dögum, og allt var eins og ekkert hefði í skorist, en samt gátum við börnin aldrei gleymt litla svertingjanum okkar, Nóru. Sibýl Urbantschitsch, 11 ára. HRÓLFUR. Hrólfur gamli var góður fjárhundur, þegar hann var orðinn dálítið gamall. En þegar hann var ungur, var eiginlega ómögulegt að hemja skap hans. Hann reif og beit fé og það kom fyrir, að hann dræpi kindur stundum. Ég ætla að segja frá dálitlu atviki, sem gerðist á efri ár- um hans. Það var norðan stórhríð, það hafði snjóað alla nóttina, svo að það var kominn klofhár snjór. Þá fór fóstri minn austur fyrir fjallið til að gá að kindum. Þegar hann var búinn að finna eitt- hvað um 25 kindur, lagði hann af stað heimleiðis. Hann varð að troða braut fyrir féð, af því að það gat ekkert hreyft ■sig, af því að snjórinn var svo mikill. Svona leið allur dagurinn. En þegar fóstri minn, sem hét Þorsteinn, var orð- inn þreyttur, þá tróð Hrólfur gamli brautina fyrir féð og rak á eftir því til skiptis. Með þessu móti gátu þeir komið fénu hálfa leið heim þennan dag. Ég gæti sagt mörg skemmtileg ævin- týri, sem Hrólfur gamli komst í um dagana, en það vinnst ekki tími til þess. En seinustu ár ævinnar var hann á sífelldu flakki og var oftast nær á veit- ingahúsinu á Hellu. En raunverulega átti hann heima í Selsundi á Rangár- völlum. Lárus Jónasson. ÞEGAR TOPPSÝ VAR JÖRÐUÐ. Það var sumarið 1947, um sláttinn, að ég var frammi á Laugalandi í Eyjafirði. Það var verið að binda, og ég átti að sækja hest upp í móana fyrir ofan bæ- inn. Ég gerði það, en þegar ég kem nið- ur eftir aftur, sé ég hvar Branda, kisan á bænum, er alls staðar að snuðra kringum fjósið. Og þegar ég kem niður í túnið hefur fólkið hópast saman og kallaði á mig. Ég fór til þeirra og þá voru tveir strákarnir að grafa svolitla holu í jörðina. Það var þá verið að jarða hana Toppsý, litla kettlinginn minn. Það hafði ein kýrin stigið ofan á hann. Það var þá þess vegna, sem Branda var að snuðra kringum fjósið, því að hún var mamma hennar. Sigríður Guðmundsdóttir, 11 ára.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.