Vorið - 01.06.1948, Síða 40

Vorið - 01.06.1948, Síða 40
78 VO RIÐ RÍMLEIKUR. Gert í kennslustund í 8 ára bekk í Barnaskóla Akureyrar. Úti er sól og sumar. Hér eru margir gumar. Á túni syngur lóa, það heyrist í spóa úti í móa. í trjánum þröstur þýtur, á grundu hestur bítur. Lömbin fara að fæðast, og börnin létt klæðast. Kýrnar koma út. Þarna sé ég hrút, hann er stór og feitur og stangar litlar geitur. Lömbin leika sér, og það líkar mér. Konan hnoðar smér handa mér og þér. Vísubotnar í síðasta hefti voru birtir tveir vísu- partar, sem óskað var eftir að lesendur botnuðu. Hafa nú nokkrir orðið til að senda botna, og fara þeir hér á eftir. Fyrri hluti vísnanna var þannig: 1. Á himni hækkar sólin og húmið burtu. 2. Bráðum kemur blessað vor bjart og hlýtt í dalinn. Gísli Halldórsson, 16 ára, sendir þessa botna: Bráðum er búinn skólinn, ég býsna glaður er. Lömbin með sín léttu spor leika um fjallasalinn. Lauga, 14 ára, sendir þessa botna: Senn í sumarkjólinn sveitin komin er. Laufið grænkar, léttast spor, lifnar neisti falinn. Jóhann Grétar Sigvaldason, 11 ára, sendir þessa botna: Þá klæðist vor í kjólinn, og krakkar leika sér. Eykur manni afl og þor, þá aftur grænkar balinn. Edda Magnúsdóttir, Ólafsvík, 10 ára, sendir þessa botna: Ljósin ljóma um jólin og lýsa mér og þér. Enginn fallinn fugl úr hor finnst þar lengur kalinn. Edda, 12 ára, sendir svona botna: Bráðum er búinn skólinn, þá börnin skemmta sér. Óðum léttast okkar spor upp í fjallasalinn. Árni Bjarman, 12 ára, sendir þennan botn: Hættir bráðum skólinn, þá hýrnar yfir mér. Árni og Viðar, 12 ára, senda þennan botn: Senn er hættur skólinn, í sveit ég ætla mér.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.