Vorið - 01.12.1949, Síða 25

Vorið - 01.12.1949, Síða 25
V O R I Ð 143 orðum, er ekki líklegur til að verða mikill maður. Ertu alltaf hlýðinn við foreldra þína og kennara. Ef svo er, eru miklar líkur til, að þú verðir lánsmaður, því að sá, sem kann að hlýða þeim, sem vilja honum vel, er gott mannsefni. Ertu dýravinur? Ef svo er, er það hamingjumerki. Því að sá, sem er góður við dýr, er líka góður við menn. En kærleikur- inn er æðstur allra dygða. Ertu hjálpfús við aðra, t. d. mömmu þína og pabba þinn? Ef svo er, ertu líklega ágætur drengur eða ágæt stúlka, því að það, að vera alltaf fús að hjálpa öðrum, spáir góðu. Ertu reglusamur? Ef svo er, ef þú hefur alla hluti á sínum stað, ert alltaf þar, sem þú átt að vera, og gerir alltaf allt það, sem þú átt að gera á rétturn tíma, vildi ég hafa þig í mínum skóla. Hefurðu nokkurn tíma byrjað að reykja? Ef svo er, áttu að hætta því sam- stundis, því að reykingar eru bæði peningaþjófur, og þó miklu frem- ur liættulegar heilsu þinni og sið- ferði. Reykinga-drengi og -stúlkur vildi ég ekki hafa í mínum skóla, eða í minni þjónustu.. Nú skuluð þið lesa þessar spurn- ingar hægt og svara þeim með sjálf- um ykkur. Ef þið þut'fið að lagfæx'a eitthvað í fari ykkar, þá byrjið strax. Eins og þið vitið, eru 365 dagar í árinu. Þið eigið að nota þá alla til að ala ykkur upp og þjálfa í því, sem gott er. Ef þið gerið það, verður gaman að hitta ykkur næst. H. J. M. Efnilegur rœðuskörungur. Kennarinn: „Eins og þiS vitið, börnin góð, þá er maðurinn öðruvísi en dýrin, að því leyti, að hann veit, hvað hann er. Hann veit að hann er maður, en dýrið veit ekki að það er dýr. Ef svínið vissi, að það væri svín, þá. . . . “ Lærisveinninn greip fram í: „I>á væri það maður.“

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.