Vorið - 01.12.1949, Page 33

Vorið - 01.12.1949, Page 33
VORIÐ 151 livað haldið þið, að óhræsis kálf- urinn geri?. . . . ÁSTA (grípur fram í): — Jú, hvað haldið þið, að skömmin geri? — Hann labbar beint að hinum dýr- mæta vasaklút, með brönugrös- unum, og tekur hann bara í túl- ann. HULDA: Við stökkvum upp og ætlum að bjarga fjársjóðnum. En kálfsi stökk af stað upp úr hvamminum. Auðvitað þorðum við ekki að elta hann, svona í okkar ,,Paradísar-klæðnaði“. En ^ meðan við vorum að hýða okk- ur í fötin, máttum við horfa á óþokkann éta öll hin dýrmætu grös.... ÁSTA: Og klútinn líka. (Hinar hlæja). Og þegar hann var búinn að Ijúka sínu skemmdarverki, kom hann þjótandi beint til okk ar. Við stukkum af stað yfir læk- inn, en kálfskömmin kom á eftir okkur. BJÖRG: Aumingja greyið. Hann hefur náttúrlega verið orðinn bálskotinn í ykkur, þegar hann var búinn að éta þessi feikn af brönugrösum. (Hlátur). HULDA: Við hlupum í blóð- spreng, til þess að villa hann frá okkur, því að við vildum ekki hafa það á samvizkunni, að tæla hann frá sínu heimkynni. ÁSTA: Loks bar leiti á milli, svo að við hurfum honum, en lengi heyrðum við hans indæla ástar- söng óma á eftir okkur. ÞÓRA: Þið komuð þá ekki með neitt af þessum töfragrösum, svo að við gætum fengið að sjá þau. HULDA: Nei, ekki neitt. — En við getum gefið hverri ástfanginni yngismey „resept" á grösin. Þau vaxa í hvamminum rétt neðan við túnið á. Gili. HINAR: Syngjum nú. ERLA: Eftir svona brönugrasa- ævintýri verður nú að syngja ein- hverjar ástavísur, finnst mér. ÁSTA: Já. Syngjum: „Svörtu aug- un“. HINAR: Já, já. (Þær syngja). Dulin undraöfl, eggsár töfrabrögð eru, yngismey, þér í augu lögð. Inni í augans nótt, sé ég blossa bál. og það bugar þrótt, og það brennir sál. Augun særa nrig, og þau særa mig. Ó, þau æra mig. Æ, þau deyða mig. En ég elska þig, og ég hræðist þig. — Ylsár örlagastund, er ég hitti þig. Að ég kynntist þér, sarnt mig iðrar ei. — Á minn villuveg varpstu ljósi, mey. Sem í sólgyllt haf sökkvi brunnið fley,

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.