Vorið - 01.09.1951, Blaðsíða 4
82
VORIÐ
(Dagur kemur inn frá vinstri. —
Morgundisirnar fara dansandi út
til hcegri.)
DAGUR:
Nú roðna skýin í austurátt
og efstu fjalltinda gullbönd skrýða.
En loftið verður svo bjart og blátt,
er bylgjur Ijósins um heiminn líða.
Ég kem á gluggann í borg og bæ
og ber þeim hugfró, sem myrkrið
hræðast.
Eg kem með lífsþrótt í ljúfum blæ
og læt í veruleik drauma klæðast.
Ég kem með svölun úr lífsins lind
og lauga mannheim í geislaflóði.
Ég kem með lækning í ljóssins
mynd
og legg í hreystinnar varasjóði.
Því lifið sæl meðan sólin skín
og sigurvon yfir stríðið breiðir,
unz Nóttin svartklædda, systir mín,
til svefns og draumværðar ykkur
leiðir.
Við yztu hafsbrún nú hnígur sól
og hljóðir lofsöngvar til mín
streyma.
Hvern gleðibjarma, sem birtan ól,
ég ber sem kveðju til æðri heima.
(Lyftir blessandi höndum.)
Blessuð sé jörðin,blessað alltjarðlíf,
sofandi, dreymandi, vakandi,
vitandi!
Blessuð sé barátta, blessuð sé hvíld,
gleði og sorg, sæla og kvöl!
(Dagur fer út til hœgri. Rökkur-
disir koma frá vinstri, taka saman
höndum ogganga hljóðlega í hring,
meðan sungið er bak við tjöldin):
Ljóssins son, þú Ijúfi Dagur,
lof og þökk þér allir tjá!
Sigur lífsins, frjáls og fagur,
fána þínum ber þú á.
Strá í laut, sem lífið stærsta
leggur hljóm í þakkarorð,
meðan Ijóss við hásól hæsta
hljóð í kvöldró vakir storð.
\
1. RÖKKURDÍS:
Hvílið jarðarbörn,
hættið starfi
þið, sem þreytist
og þráið frið!
Breiði ég blæju
blíðrar værðar
yfir allt,
sem anda dregur.
2. RÖKKURDÍS:
Blundi nú döggvot
blóm á engi, \
skepnur í haga,
f holu mús,
ungamóðir