Vorið - 01.09.1951, Blaðsíða 19
VORIÐ
97
Verkið gekk vel hjá flestum
drengjunum. Þeir fylgdust nokk-
urn veginn að, hver með sína
spildu. En Þórir varð alltaf á eftir,
svo að hinir urðu að hjálpa honum.
„Þú, sem ert svo stór og sterkur,
ættir að vera á undan okkur, ef það
væri einhver snerpa í þér,“ sögðu
þeir við hann.
„Það er svo mikið af smákartöfl-
um á þessu svæði, sem ég fékk,“
sagði hann afsakandi. „Moldin er
líka svo blaut héma og tollir við
kartöflurnar. Þetta tefur svo mikið
fyrir."
En þeir hlógu bara að honum.
„Það eru bara allar þessar heimsku-
legu afsakanir, sein tefja fyrir þér.
Og það eru ekki smærri kartöflur
hjá þér en hjá okkur, en nóg er af
moldinni,“ sögðu þeir.
„Þú ferð svo klaufalega að
þessu,“ sagði Ketill. „Þú treður kar-
töflurnar niður í moldina."
„í kvöld, þegar við erum einir,
skulum við kenna jrér að taka upp
kartöflur," sagði annar.
„Eða við sendum Jrig aftur til
bæjarins í gömlum kassa,“ sagði
einn jDeirra.
Þeir hugsuðu hlýtt til matreiðslu-
stúlknanna heima á bænum, og nú
var einmitt kallað til miðdegisverð-
ar. Og maturinn bragðaðist vel, }dví
að nú voru allir lystugir. Svo
skemmtu Jreir sér eftir beztu getu í
frístundum sínum á eftir. Þeir
stukku í heyið í hlöðunni, og sann-
arlega var margt skemmtilegt að sjá
í kringum bæinn. Það var margt af
hænsnum og bæði endur og gæsir
voru í kringum tjörnina, og kal-
kúnhaninn gerði sig merkilegan og
bullaði kalkúnamál. ,
Vinnan gekk vel um daginn. —
„Þið eruð röskir drengir og hafið
skilað góðu dagsverki,“ sagði bónd-
inn, Jiegar þeir hættu um kvöldið.
„Það tekur ekki langan tíma að ná
upp kartöflunum, ef það gengur
framvegis svona vel.“
Björn var alveg uppgefinn, þeg-
ar þeir fóru heim um kvöldið. —■
Hann var hár og grannur og ekki
vel heilsuhraustur. En hann lagði
að sér til þess að verða ekki eftirbát-
ur hinna. En hann átti fullt í fangi
með það. Þá varð hann leiður og
missti kjarkinn. — „Ég var heimsk-
ur að verða með í þessu. Á morgun
fer ég heim aftur,“ sagði hann.
„Nei, það er ekki hægt,“ sögðu
hinir.
„Jú, ég fer á morgun, ef bíllinn
kemur," sagði hann.
Það var mikið um að vera, áður
en þeir komust í ró um kvöldið.
Þeir sváfu í svefnpokum sínum á
hálmdýnum. — „Svona þreyttur
liefur víst enginn verið fyrr,“ sagði
Björn, en svo heyrðist ekki meira
til hans. Þórir var eitthvað að
kvarta, en enginn fékkst neitt um
það. Og bráðlega heyrðist ekkert
nema reglubundinn andardráttur
tíu drengja, sem sváfu vært og vel.