Vorið - 01.09.1951, Blaðsíða 30
I
VORIÐ
108
„Ó, Knútur!“ stundi móðir hans
grátandi.
Falk reyndi að brosa til hennar,
en mælti síðan og horfði á Brúnó:
„Þetta er Brúnó, bezti vinurinn
minn á þessari jörð — takið hann í
staðinn fyrir mig — hann verður
ykkur góður sonur og mun ekki
leiða sorg yfir ykkur eins og ég.“
Síðan þagnaði Falk og féll í eins
konar dvala.
Litlu síðar hvíslaði hann:
„Þakka þér, Brúnó, fyrir allar
sam verustundirnar. “
Nú þoldi Brúnó ekki lengur
mátið. Hann læddist fram á gang-
inn og grét þar í örvæntingu. Einni
klukkustund síðar andaðist Falk.
Þegar Falkberg yfirlæknir kom
skömmu síðar franr á ganginn og
sá hina djúpu sorg Brúnós, lagði
ganrla konan handlegginn urn háls
honum og sagði:
„Viltu vera hjá okkur, Brúnó?“
„Já, þökk fyrir,“ sagði Brúnó,
en mælti síðan hikandi: „En má
Svartipétur koma með nrér?“
„Svartipétur, lrver er það?“ spurði
yfirlæknirinn.
„Það er hundurinn hans Falks —
honum þótti svo vænt um hann,“
sagði Brúnó sakleysislega.
„Já, þá er lrann einn af fjölskyld-
unni,“ sagði yfirlæknirinn, og
reyndi að brosa, en Brúnó sá, að
það gerði hann aðeins til að dylja
tilfinningar sínar.
Fyrir utan sjúkrahúsið stóð
Svartipétur og beið eftir húsbónda
sínum. Hann hafði fylgt honum
eftir að slysið vildi til, og nú voru
brúnu, trygglyndu augun hans full
af sorg. Þegar Brúnó kom, fylgdist
hann með honum, en öðru hvoru
ýlfraði hann lágt, eins og hann væri
að spyrja eftir Falk.
Daginn eftir átti að fara til Kaup-
mannahafnar með lík Falks, er átti
að greftrast í grafreit ættarinnar.
Um kvöldið, þegar Brúnó hafði
lokið við að borða kvöldverð á gisti-
húsinu, ásamt yfirlækninum og frú
hans, varð hann að segja þeim allt
af létta, hvernig hann hafði kynnzt
Falk, og hvernig þeir upp frá því
höfðu þolað súrt og sætt saman. En
þegar Brúnó sagði frá músunum,
mælti frú Falkberg:
„En hvað eigum við að gera við
þessi vesalings litlu dýr?“
„Ég skal sjá fyrir þeim,“ sagði
yfirlæknirinn. En um nóttina, þeg-
ar Brúnó var í fasta svefni í rúmi
sínu á Álaborgarskipinu, tók yfir
læknirinn nrúsabúrið, gekk með
það upp á þilfar og lét það renna
niður í djúpið.
Morguninn eftir skýrði hann frá,
hver Iiefðu orðið afdrif þeirra, en
Brúnó var svo gagntekinn af sorg
og söknuði eftir Falk og svo utan-
við sig í þessu nýja umhverfi, að
þessi fregn virtist ekki hafa nein
áhrif á hann. Seinna sá hann, að
þetta hafði verið það bezta, því