Vorið - 01.09.1951, Blaðsíða 31
VORIÐ
109
sjálfur hefði hann alclrei getað
grandað þeim.
Greftrun Falks fór fram í kyrr-
þei, og það var ekki fyrr en því var
öllu lokið, að foreldrar Falks gátu
farið að sinna þessum nýja fóstur-
syni sínum. En Brúnó kunni ekki
við sig í þessum skrautlegu húsa-
kynnum, honum fannst hann vera
einmana. Þetta nýja fólk og um-
hverfi var svo ólíkt því, sem hann
hafði átt að venjast. Flann sagði
aldrei neitt, nema hann væri spurð-
Ur. og þá var hann svo fáorður sem
hann gat. Hann þráði Falk og hið
fi'jálsa og glaða líf, sem þeir liöfðu
hfað saman.
Kvöld eitt, er þau voru nýkomin
til Kaupmannahafnar, sagði frú
Falkberg honum, að nú væri hann
þeirra sonur og héti upp frá þessu
Falkberg, og hún bað hann að kalla
þau pabba og mömmu, þegar hann
væri orðinn þeim svo kunnugur, að
honum veittist ]rað ekki örðugt.
Brúnó hlustaði þegjandi á þetta
tneð hugann fullan af þakklæti.
Honum var það vel ljóst, að lífið
hrosti nú við honum, en hann fann
l,m leið til þess, að hér átti hann að
vissu leyti ekki lieima. Hann vant-
aði menntun og gott uppeldi. Og
nú minntist hann þess, sem Falk
hafði eitt sinn sagt, að lijörtu þejirra
^aanna, sem komust inn fyrir múr
auðlegðar og menntunar, yrðu að
steini. Og þó var þetta vilji Falks,
að foreldrar hans tækju hann sér í
sonarstað, og orð hans voru honum
órjúfandi lög.
Nú var fenginn heimiliskennari,
sem átti að kenna Brúnó og búa
hann undir skóla.
Dag nokkurn sagði frú Falkberg:
„Brúnó, okkur hefur dottið í
hug að láta þig fara í dansskóla
fyrst, svo að þér gefist kostur á að
kynnast öðrum drengjum og eign-
ast félaga. Hvernig lízt þér á það?“
„Jú — ég þakka ykkur fyrir — ég
get gjarnan farið í dansskóla,“ svar-
aði Brúnó.
„Þú segist vel geta farið í dans-
skóla, við ætluin ekki að neyða þig
til þess. Þú ferð ekki, nema þig
langi til þess,“ sagði frú Falkberg,
og það var auðheyrt, að hún hafði
orðið fyrir vonbrigðum yfir að geta
ekki með þessu unnið trúnað lians
og traust.
„•Jú — ég þakka ykkur fyrir, ég
vil gjarnan fara í dansskóla, það
verður vafalaust gaman,“ flýtti
Iiann sér áð segja, til þess að hryggja
ekki fósturforeldra sína að óþörfu.
Nokkru síðar var honum komið
á dansnámskeið og þar fékk hann
ný dansföt. Annars var hann, þegar
hann kom til Kaupmannahafnar,
látinn klæðast eins og títt var um
tiginna manna börn. Sjálfur gladd-
ist liann lítið af hinum fallegu föt-
um, en þótti þó vænt um, að nú
var ekki lengur horft á liann for-
vitnisaugum, og hann fann eitt-
livert öryggi í þvi, gagnvart öðrum