Vorið - 01.09.1951, Blaðsíða 9
VORIÐ
87
hvert sinn, sem ég leit undan, kom
stelpusmettið nær. Ég var ráðalaus
og seinast var hún alveg komin.
„Hvað heitir þú?“ spurði hún
hægt og kurteislega.
Ég anzaði ekki.
„Kanntu ekki að tala,“ bætti hún
við.
„Nei, ég vil ekki tala,“ sagði ég
reigingslega.
„Hvað heitir þú?“ spurði hún.
„Ég heiti ekki neitt,“ hreytti ég
út úr mér í sama tón.
„Nú, það á kannske að skíra þig
núna í kirkjunni?“ hélt hún áfram
blíðlega.
Það fór að þykkna í mér. En í
sama bili hrökk ég saman, og mér
fannst höfuðið á mér vera að
springa í sundur af hávaða og ég
greip fast utan í mömmu mína, sem
sagði mér, að það væri verið að
hringja klukkununr í turninum.
Þetta ætlaði aldrei að taka enda, og
varð ég því feginn, þegar hringing-
in hætti og ég fann, að höfuðið var
heilt. En bezt af öllu var þó það, að
stelpuókindin var horfin. En það
voru að fara í mig einhver ónot.
' Hér var allt svo stórkostlegt, og ég
var öllu slíku óvanur. Ég þorði
ekki að tala hátt og fór að hvísla
að mömmu og spyrja, hvort ekki
væri hægt að vera úti meðan prest-
urinn messaði.
„Nei, það eru allir inni í kirkj-
unni á meðan,“ sagði mamma mín
og reyndi að hughreysta mig.
„Hringja klukkurnar aftur?"
spurði ég.
„Já, en þú þarft ekki að vera
neitt hræddur, þótt þær hafi hátt.
Þær eru að kalla á fólkið og segja
því, að nú fari messan að byrja. Við
skulum fara að ganga inn í kirkj-
una, og mundu nú að vera stilltur."
Ég var smeykur, en líka forvitinn
og gerði eins og mamma sagði mér.
Við settumst á bekk í miðri kirkj-
unni nálægt ganginum hægra meg-
in. Allmargt fólk var setzt í bekk-
inn og sumir töluðu í hálfum hljóð-
um. Ég lilaut líka að mega spyrja
hvíslandi. Nú var það svo ótal
margt, sem ég þurfti að spyrja um.
Ég sá það alveg á mömmu, að ég
mátti ekkert segja, en ég mátti þó
horfa. Ég skimaði upp í loftið og
sneri upp á mig, en leit um leið til
mömmu. Jú, það var alveg óhætt
að horfa. Þarna var hátt upp í loft-
ið, nærri eins hátt og í fjóshlöðunni
heirna. Og þarna var gólf í loftinu
með grindum fyrir framan og
margt fólk þar uppi. Sumir lágu
frarn á grindurnar. Hvernig færi,
ef þeir dyttu yfir grindurnar? Það
var alls ekki hættulaust að vera
þarna beint undir. Og grindurnar
gátu brotnað, ef rnargir lögðust á
þær í einu. Þetta var voðalegt. Nú
opnuðust kirkjudyrnar og nokkrir
unglingsstrákar komu inn. Einn
þeirra skálmaði eftir kirkjugólfinu
með báðar hendurnar í buxnavös-
unum. Hefði hann liaft handlegg