Vorið - 01.09.1951, Blaðsíða 32
110
V O R I Ð
drengjum, að ganga svo vel til fara.
Fyrst eftir að hann kom á þetta
nýja heimili, hafði stofustúlkan,
sem hét Lína, oft spurt hann um
liðna daga, en hann gaf henni aldr-
ei nein svör við spurningum henn-
ar. Það var ekki vegna þess, að
hann skammaðist sín fyrir fortíð
sína, heldur vegna þess, að hann gat
ekki þolað að heyra minnst á Falk.
Hvernig átti hún líka að hafa hug-
mynd um, hve góður og göfugur
maður hann var.
Á dansskólanum kynntist Brúnó
aðallega tveimur drengjum. Annar
þeirra var lítill og magur drengur,
í silkisokkum og með lakkskó, en
annars frekar illa búinn, og hét
Gunnar Tang. „Faðir minn er
prófessor Tang, þú hefur sjálfsagt
heyrt talað um hann.“
„Nei — ég er fyrir skömrnu kom-
inn hingað,“ svaraði Brúnó.
Hinn drengurinn hét Egill
Kjeldsen, og var faðir hans kaup-
maður.
I fyrstu lærðu þeir aðeins að stíga
danssporin, og ýmsar hreyfingar í
sambandi við þau. Brúnó veittist
það létt, því að allir vöðvar hans
voru vel æfðir og þjálfaðir, og síð-
ar, þegar dansinn byrjaði fyrir al-
vöru, skaraði hann fram úr öllum
öðrum nemendum, svo að dans-
kennarinn benti alltaf á liann sem
fyrirmynd.
Gunnari Tang geðjaðist undir
eins vel að Brúnó, og eitt sinn, er
þeir voru á heimleið úr dansskól-
anum, bauð hann Brúnó inn í veit-
ingahús. Þar bað hann um margar
tegundir af kökum og tvö glös af
víni, en Brúnó bað um sódavatn í
stað víns.
„Þú ert þó ekki bindindismað-
ur?“ spurði Gunnar háðslega.
„Jú,“ sagði Brúnó einarðlega.
„Og Jrú vilt ekki einu sinni
drekka með mér þetta eina glas?
Það ætti þó að vera saklaust."
„Nei — þökk fyrir,“ sagði Brúnó.
Síðan Falk sagði honum hvaða af-
leiðingar það hafði haft fyrir hann
að vera ölvaður eitt einasta kvöld,
hafði hann megnustu óbeit á að
bragða áfengi.
Þegar Gunnar var búinn úr
fyrsta glasinu, bað hann undir eins
um annað.
„Nú skulum við halda heim —
við borðum kl. 8.30,“ sagði Brúnó
og stóð upp.
„Jæja, J^á það —“ svaraði Gunn-
ar og greiddi fyrir þá félaga. „I
hvaða skóla gengur þú?“ spurði
hann á leiðinni heim.
„Nú læri ég heima,“ sagði Brúnó,
„en áður var ég í skóla í Lyneburg
á Þýzkalandi, þess vegna er ég ekki
enn svo góður í dönskunni, að ég
geti gengið í skóla hér. En seinna
fer ég í gagnfræðaskóla."
„Hvers vegna ólst þú upp í Lyne-
burg? Hvers vegna létu foreldrar
Jn'nir þig ganga í skóla þar?“
„Yfirlæknirinn og kona hans eru