Vorið - 01.12.1954, Side 17
V O R I Ð
135
VARÐFROSKURINN: Hver ert
þú?
FRANS: Ég er Frans. Ég ætla að
fara inn og biðja prinsessunnar.
VARÐFROSKURIN N: Þá verður
þú fyrst að tilkvnna komu þína
hjá hirðfroskinum. Komdu með
mér.
HIRÐFROSKURINN: Hver er
þessi ungi náungi?
VARÐFROSKURINN: Herra
hirðfroskur. Það er Frans. Hann
segist vera kominn til að biðja
prinsessunnar.
HIRÐFROSKURINN: 'Það er
ágætt. Konungurinn bíður eftir
honum. En áður en ég leiði hann
inn í höllina, verður að binda
fyrir augu hans. Það er skipun
konungsins. Kom hingað með
mér. (Bindur klút fyrir andlit
hans.) Sérðu nokkuð?
FRANS: Ekki nokkra glætu, yðar
hátign.
FIIRÐFROSKURINN: Ágætt! -
Taktu í beltið mitt og fylg mér
eftir.
í froskahöllinni.
HIRÐFROSKURINN: Yðar há-
tign, konungur allra froskal
Froskurinn Frans er hingað kom-
inn til að biðja prinsessunnar.
Hann biður um leyfi til að ganga
fyrir konunginn.
KONUNGURINN: Leiðið hann
hingað.
HIRÐFROSKURINN (hvíslar):
Hneigðu þig fyrir konunginum,
Frans.
KONUNGURINN: Ungí froskur.
Við vitum til hvers þú ert hingað
kominn. Ég sé að þú ert bæði
ungur og fagur, en það er ekki
nóg hér í þessu lífi. Áður en við
tökum nokkra ákvörðun, mun ég,
drottningin og prinsessan leggja
fyrir þig eina spurningu hvert
okkar. Og síðan getum við athug-
að, hvort við verðum ánægð með
svörin. — Nú ætla ég fyrst að
spyrja: Ert þú vingjarnlegur og
kurteis við alla, sem verða á vegi
þínum? Þetta er krafa, sem við
gerum til þess, sem á að fá að eiga
prinsessuna.
FRANS: Yðar hátign. Ef allir væru
eins kurteisir og ég, væri gaman
að lifa í þessum heimi.
KONUNGURINN: Þetta líkar
mér að heyra, en nú ætlar drottn-
ingin að spyrja um eitthvað ann-
að.
DROTTNINGIN: Kæri Frans.
Mér þætti mjög vænt um að fá að
vita, hvort þú ert kurteis og greið-
vikinn við rosknar froskkonur.
Þú getur skilið það, að ég vil geta
átt vináttu tengdarsonar míns.
FRANS: Kæra drottning. Ég er
jafn elskulegur við eldri sem
yngri, og mér þykir alveg sérstak-
lega vænt um gamlar froskkonur,
þær eru svo vitrar.
DROTTNINGIN: Þá er ég örugg.
Ef þú mælir þetta af heilum hug,