Vorið - 01.12.1954, Side 20
138
VO RIÐ
að Maðs yrði svo reiður, en aðrir
sögðu, að það væri svo gaman og
svo þutu þeir upp að húsinu.
En þeir voru ekki fyrr komnir
inn í ganginn að húsinu, en þeir
mættu gömlu hetjunni og hann
kastaði þeim út í snjóskaflinn og
svo sprikluðu þeir þar skellihlæj-
andi. En þegar þeir stóðu aftur úti
á veginum, fannst einum þeirra, að
rétt væri að gefa karlinum svolitla
kveðju áður en þeir færu og kasta
nokkrum snjókúlum i húsvegginn.
Þetta var ósköp meinlaus hugmynd
og allt í einu dundu snjókúlurnar á
húsveggnum, og þegar Maðs gamli
kom í ljós fjúkandi vondur bak við
gluctgatjaldið, kom ein snjókúlan á
miðja gluggarúðuna. Hún fór í
mola, og rúðubrotin dreifðust allt
í krinsmm þann gamla, en hann
hörfaði aftur á bak og sendi strák-
unum tóninn.
Þá varð allt í einu svo kalt og
leiðinlegt. Það var engin jólagleði
lengur. Bara leiðindi. Maðs hótaði
að kæra þetta fyrir sýslumanninum,
prestinum og kennaranum. Dreng-
irnir litu hver á annna. Það var
ekki neitt gaman að leika jóla-
sveina. Og þessir búningar og grím-
urnar voru andstyof'rilegar. Æ, þeir
ætluðu heim. Og við næstu gatna-
mót fór hópurinn að þvnnast. F.inn
fór þessa götu bg annar hina og
hurfu.
Daginn eftir gekk sá orðrómur,
að framin hefðu verið skemmdar-
verk á stofu Máðs kvöldið áður. Það
hefðu verið nokkrir jólasveinar,
sem sýndu þennan hetjuskap, —
sagði fólk háðslega. Og mæðurnar
spurðu drengi sína:
,,Þú hefur vonandi ekki verið
með í þessu?“ Og þá þorðu dreng-
irnir ekki að segja frá, hvernig þetta
gerðist. Þeir höfðu verið með í því
allir, þó að aðeins einn þeirra bryti
rúðuna.
En það var leiðinlegt að hugsa
um rúðuna hans Maðs, og það eyði-
lagði fyrir drengjunum það, sem
eftir var af jólunum.
Jólatrésskemmtunin átti að vera
fimmta dag jóla. — Oll böm
í Hlíð vom farin af stað. —
Bara Haraldur var heima og vildi
ekki fara. Hann las í Njálu meðan
systtkini hans voru inni. En þegar
þaU voru farin, lagði hann frá sér
bókina og kom fram í edhús til
mömmu sinnar og spurði:
„Hvað er það, sem kallað er slúð-
ur, mamma?"
,,Slúður?“ Mamma hans leit undr-
andi upp. „Það veiztu, góði minn.“
„Ég hélt ég vissi það, en ég veit
]rað ekki. Þegar við erum margir
saman og einhver okkar gerir svo
eitthvað, sem við hinir erum ekki
sammála um, en sem við ef til vill
höfum verið með í að fá hann til að