Vorið - 01.12.1954, Side 32

Vorið - 01.12.1954, Side 32
150 V O R I Ð Lagt af stað frá Reykjavíkurflugvelli. okkur með íslenzka þjóðsöngnum. Þarna fór fram opinber móttaka. Þar voru mættir margir karlar og konur. Ég man nú ekki eftir þeim öllum. En þeir helztu voru: Paulus Gjörtz, forseti bæjarstjórnar, ræðis- maður íslands í ÁJasundi, Oscar Larsen, formaður fiskiiðnsýningar- innar, Georg Garshol, Andersen- Rysst, sendiherra Norðmanna á ís- Iandi, og okkur til mikillar ánægju var þarna einnig sendiherrann okk- ar í Noregi, herra Bjarni Asgeirs- son. Svo var þarna náttúrlega st jórn Karlakórs Álasunds, sem annaðist allar móttökur. Nú var farið niður f borðsalinn. Þar héldu margir menn ræður. Svo sungum við. Þá var þessari móttöku lokið. — Nú var okkur vísað til herbergja í þess- um skóla, sem átti að verða bústað- ur okkar næstu daga og við fórum að koma okkur fyrir. Þarna í Álasundi eru búsettar tvær íslenzkar konur, sem reyndust okkur eins og beztu mæður. Þær heita Þorgerður Brynjólfsdóttir frá Krossanesi og frú Oddfríður Sætre. Seinna um daginn vorum við sótt og farið með okkur á sýninguna. Þar sungum við nokkur lög fyrir þúsundum áheyranda. Og tóku þeir okkur mjög vel. Síðan var okk- ur sýnd sýningin eins og hún lagði sig. Á eftir máttum við fara okkar eigin ferða. Lfm kvöldið fórum við öll heim, snæddum kvöldverð og fórum að sofa. Þreytt en áreiðanlega öll ánægð eftir þennan fyrsta dag okkar í Álasundi. Því að hvar sem við komum mætti okkur sama ást- úðin og hlýjan. Anna G. Jónasdóttir.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.