Vorið - 01.12.1954, Side 18
136
V O R I Ð
verðum við áreiðanlega góðir
vinir.
PRINSESSAN: Kæri Frans. Mór
geðjast ekki að froskum, sem eru
huglausir og hræddir. Ef þú átt
að verða maðurinn minn, verður
þú að vera hugrakkur, og þú
mátt aldrei þola það, að nokkrum
sé illt eða rangt gert.
FRANS: Fagra prinsessa. Það er
ekkert það til, sem ég óttast. Ég
hef alltaf hjálpað þeim, sem eru
minni máttar.
KONUNGURINN: Þetta er gott!
Þetta er fínt! Ég hygg að þú verð-
ir góður eiginmaður og tengda-
sonur. Þú skalt fá dóttur mína.
FRANS: Þúsund þakkir!
KONUNGURINN: Takið nú
bindið frá augum hans, svo að við
getum þekkt hvort annað.
FRANS: Já, það gleður mig að fá
að sjá ykkur. (Bindið er tekið frá
augum hans.)
KONUNGURINN: Við höfum
víst hitzt einhvern tíma áður?
FRANS (hræddur): Ein-hvern-tíma
— áður. Er þa-a-að?
KONFJNGURINN: Já, ég heilsaði
upp á þig, þegar þú sazt á stein-
inum og speglaðir þig í vatninu.
FRANS: Nú — so — já — o-já.
DROTTNINGIN: Við höfum líka
sézt áður, Frans. Og það síðast
fyrripartinn í dag, þegar ég komst
ekki upp úr vatninu.
FRANS: Á, — ó-já, einmitt það.
PRINSESSAN: Og ég kallaði á þig,
þegar ég varð fyrir árás, en þú
hljópst þína leið.
FRANS: Hjálpl Ég vil komast
heim! (Hleypur af stað.)
HIN (öll): En, Frans. Hvað er að
þér? Leggur þú á flótta?
H. J. M. þýddi.
Kennarinn: „Segðu mér nú, Palli, ef
Kristján fengi nú lánaða hjá þér eina'
krónu og greiddi þér svo 10 aura á
viku. Hve mikið skuldar hann þér eftir
tvo mánuði?“
Palli: „Eina krónu.“
Kennarinn: „Hvað er að heyra!
Þekkir þú ekki hinar einföldustu reikn-
ingsaðferðir?“
Palli: „Jú, en ég þekki Kristján bet-
Páll gamli: „Vísindamenn hafa reikn-
að það út, að sólin muni verða alveg
slokknuð eftir 70 milljónir ára.“
Kona hans: „Hvað mörg ár sagð-
irðu?“
Páll: „Ég sagði 70 milljónir ára.“
Kona hans: „Æ, guði sé lof! Mér
heyrðist þú segja fjörutíu."
Kaupmaðurinn (við dreng, sem
stendur við búðarborðið): „Um hvað
ert þú að hugsa, væni minn?“
Drengurinn: „Ég man ekki, hvað
mamma bað mig að kaupa í töskuna." t
Kaupmaðurinn: „Hvaða tösku?“
Drengurinn: „Æ, ég hef líka gleymt
töskunni.“
V