Vorið - 01.12.1954, Side 28
146
V O R I Ð
Framhaldssagan.
Börnin við járnbrautina.
Saga eftir E. NESBIT. — Hannes J. Magnússon þýddi.
(Framhald).
Frá eldhúsdyrunum lágu fimm
þrep niður í kjallann. Þar var bæði
eldiviður og kol ásamt kössunum,
sem áður eru nefndir. Pétur hélt á
ljósinu, meðan mamma reyndi að
opna kassann, sem var negldur aft-
ur.
„Hvar er hamarinn?" spurði Pét-
ur.
„Já, það er nú einmitt það,“ sagði
mamma. „Ég er hrædd um, að hann
sé einhvers staðar læst niður. En
þarna eru kolarekur og eldskörung-
urinn.“ Og með þeim verkfærum
fór hún að reyna að opna kassann.
það væri þrumuveður. Það kom af
því, að þau lokuðu öllum hellisdyr-
unum. Svo varð allt kyrrt.
En litlu tröllin dönsuðu til sólar-
uppkomu. Og upp frá þessum degi
hættu stóru tröllin að lítilsvirða
litlu tröllin. Gott samkomulag varð
í skóginum og þar ríkti friður og
eining. Stóru tröllin máttu vera
þakklát fyrir að mega búa í skógin-
um. Því að litlu tröllin höfðu sann-
að, að þau væru bæði vitrust og
sterkust.
„Þú meiðir þig á höndunum,"
sagði Róberta, „lof mér að reyna."
„Ég vildi óska, að pabbi væri
kominn,“ sagði Fríða, „lrann yrði
ekki lengi að opna kassann."
Loks létu naglarnir í'kassalokinu
undan. Fyrst losnaði ein fjöl, og svo
hver af annarri, og að síðustu stóðu
þær allar fjórar beint upp í loftið,
og naglarnir líktust löngum, gljá-
andi járntönnum.
„Húrra!“ kallaði mamma. „Hér
koma nú fyrst nokkur kerti. Farið
þið nú upp og kveikið á þeim,
stúlkur mínar! Þið getið fundið
nógar undirskálar. Þið skuluð láta
leka einn dropa af vaxi á skálina og
setja svo kertin þar ofan á.“
„Hvað eigum við að kveikja á
mörgum?“
„Eins mörgum og þið viljið. Að-
alatriðið er að við kemumst í gott
skap, en engir geta verið í góðu
skapi í myrkrinu, nema uglur og
kettir.“
Litlu stúlkurnar kveiktu nú á
kertunum. Þegar borðstofan var
orðin uppljómuð af 14 kertaljósum,
sótti Róberta kol og eldivið, og
kveikti upp í ofninum.
„'Það er ákaflega kalt í veðri
núna,“ sagði hún, „þó að komið sé
(E. S. þýddi).