Vorið - 01.12.1954, Side 35
VO RIÐ
153
syngja. Við fylktum liði og gengum
inn á sviðið undir dynjandi fagnað-
arlátum. Síðan hófst söngurinn.
Okkur tókst sérstaklega vel og
söngnum var ákaft fagnað, enda var
óvenju gott að syngja fyrir þessa
áheyrendur. Lang-beztar undirtekt-
ir fékk samt Iagið „Um sumardag"
með tvísöng þeirra Arngríms Jó-
hannssonar og Önnu G. Jónasdótt-
ur. Voru þau rnarg kölluð fram og
lagið endurtekið.
Þegar söngnum var lokið, var
ekki til setunnar boðið, því að gisti-
stað okkar var lokað kl. 11, og fyrir
þann tíma þurftum við að vera
komin heim. Það var þó ekki hægt
um vik, því að á þessum tíma gengu
engir áætlunarvagnar til Oslóar og
leigubílar sáust varla og svo voru
þeir of dýrir fyrir okkur. Trvggvi
var einhvers staðar að reyna að ráða
fram úr þessu, en við biðum í hóp.
Meðan á biðinni stóð fengum við
Anna leyfi til að skreppa frá, „en
þið megið ekki vera lengi,“ áminnti
Björgvin okkur. Við flýttum okkur
nú sem mest við máttum, en þegar
við komum aftur brá okkur heldur
í brún, því að krakkarnir voru öll á
bak og burt. Við hlupum um og
leituðum að J^eim, en þau virtust
hafa sokkið niður í jörðina, og
þarna stóðum við eins og glópar,
mállausar og villtar í ókunnu landi.
Þá heyrðum við allt í einu íslenzku-
legt „halló' og rétt í því komum
við auga á konu er benti og hrópaði
í ákafa: „Þau fóru niður á bryggj-
una jDarna." Við tókum nú til fót-
anna og hlupum allt hvað við gát-
um niður á bryggju, en hver getur
lýst skelfingunni, sem greip okkur,
þegar við sáum ferjuleggjafrálandi,
Heimkoman.
♦