Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 25

Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 25
blómi. En það fór á sömu leið. Brá svaf °g blómið dó. Svo vildu hin blómin ekki taka við henni, svo að hún átti hvergi heimili. Aumingja Brá svaf á kaldri jörðinni °g grét og grét. Þá kom lítill ljósálfur, sem Litur hét til hennar, því að hann kenndi í brjósti urn hana. Litur sagði: — Ef þú hættir að vera löt og gætir þess að vakna snemma á morgnana, skal ég biðja sóley hér nálægt að vera blómið þitt. — Já, góði Litur, gerðu það, sagði Brá. Og Litur bað sóleyna fyrir Brá og eftir það var Brá dugleg blómálfastúlka, sem alltaf vaknaði nógu snemma og það var líka gott. — Þetta var góð saga, sagði Rúnar, — en nú ætla ég að leggja mig hér við vegginn og fara að sofa, því að ég er orðinn þreyttur. En þú segir mér seinna fleiri góðar sögur, Blær minn. Blær lofaði þessu og Rúnar litli lagði sig við kofavegginn og sofnaði, meðan vorsólin hélt áfram að skína á hann, fífilinn, blómálfinn Blæ, litlu húsin í brekkunni, sem geymdu fjársjóði bræðr- anna á Brekku, skeljar, horn og leggi. ( Framhald). JÓN$MEj5j3UBRÚÐK3UP VORIÐ 119

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.