Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 26

Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 26
LITIL SAGA UM FRÆGA KONU Florence Nightingale var eitt sinn á gangi á götu í Lundúnum. Kemur hún þá auga á tvo drengi, sem voru í áflog- um. Annar drengurinn var á að gizka níu ára, en hinn var stór og sterkur sláni. Hann hafði nú náð undirtökunum á þeim yngri og var farinn að berja hann. Florence, sem horfði á þessar að- farir, gekk nú yfir götuna til drengj- anna og tók fast í handlegginn á þeim éldri og sagði: „Þú ættir að minnkast þín fyrir að níðast á dreng, sem er miklu minni en þú.“ Eldri drengurinn horfði á þessa að- komukonu yggldur á svip, en sleppti þó herfangi sínu. Hún ætlaði einnig að segja nokkur orð við þann yngri, en hann var þá rokinn út í veður og vind. En áður en hún skildi við stóra piltinn, spurði hún hann, hvers vegna hann hefði verið að berja hann litla. „Jú,“ sagði hann. „Hann kallaði „Larfa-Jim“ á eftir mér, og þess vegna ætlaði ég að lúskra honum. Ég heiti bara Jim, en ég get ekki gert að því, þótt ég eigi ekki peninga til að kaupa mér betri föt.“ „Nei, það er rétt hjá þér,“ sagði Flor- ence, sem vissi hver Jim var. Hann var munaðarlaus drengur, sem hið opinbera varð að sjá fyrir. Hún kenndi í brjósti um hann og sagði: „Líttu inn til mín á morgun. Ég skal athuga, hvað ég get gert fyrir þig.“ „Ég þakka þér fyrir,“ sagði Jim, tók í hönd Florence og kvaddi hana. Þegar Florence kom heim, sagði hún föður sínum frá því, sem við hafði borið og sagðist hún gjarnan vilja hjálpa þessum dreng eitthvað. Þeim kom þá saman um að hún skyldi fara með Jim til klæðskera og láta sauma á hann föt, þegar hann kæmi næsta dag. Morgundagurinn kom en ekki kom Jim. Florence harmaði þetta, því að hana langaði til að hjálpa honum. En Jim kom ekki. En svo bar það til einn dag, að Flor- ence hittir hann á götu. Hún spurði hann, hvers vegna hann hefði ekki komið, en Jim svaraði fáu til. „Hvað er nú að?“ spurði hún. „Drengirnir eltu mig og öftruðu mér að fara,“ sagði Jim. 120 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.