Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 10
það hlutverk að fela nokkrar kindur, en
hin börnin áttu þá að leita og finna hina
týndu sauði, og hafði þá hvort þeirra
með sér sinn hund. Börnin sökktu sér
nú niður í þennan leik, en skimuðu þó
við og við út yfir hafið til að huga að
föður sínum á „Svölunni“. En það dróst
að hann kæmi.
Nú kom móðir þeirra út fyrir hús-
vegginn og kallaði á þau til að borða
miðdegisverðinn. Þau máttu varla vera
að því, en hlýddu þó og hlupu heim að
húsinu.
Á meðan þau voru að borða, sagði
mamma þeirra. „Nú ætla ég að segja
ykkur nokkuð, börnin mín, en þið verð-
ið að lofa því að setja ekki upp fýlusvip
þegar þið heyrið það.“
„Nei, við lofum því,“ sögðu þau öll.
„Hvað er það mamma? segðu það
bara.“
„Jæja, það er þá það, að pabbi ykkar
og ég ætlum að skreppa í kaupstaðinn
á morgun, upp í Hólminn, en á meðan
verðið þið að vera afskaplega dugleg
og elskuleg börn.“
„I kaupstaðinn á morgun? Upp í
Hólminn?“ hrópuðu börnin. „Hvað
verðið þið lengi?“
„Við getum nú víst ekki komið aftur
á morgun. Það verður í svo mörgu að
snúast,“ sagði Halla móðir þeirra.
„Hvað eigum við þá að gera á með-
an?“ spurði Einar.
„Ja, það er nú sitt af hverju,“ sagði
Halla. „Ef það verður þurrkur á morgun
eigið þið til dæmis að breiða fiskinn
og taka hann svo saman aftur, ef það
skyldi líta út fyrir rigningu, og auðvitað
þurfið þið að taka hann saman annað
kvöld, ef þið hafið ekki verið búin að
því áður,“ sagði mamma þeirra.
„Og hvað eigum við að gera meira?“
spurði Svanur.
„Þið verðið auðvitað að mjólka
kýrnar. Þið kunnið það, Einar og Dóra.
Svo skiljið þið mjólkina og látið hana
svo niður í kjallara. Þar er kaldast. Og
svo er bezt að ég biðji þig, Dóra mín,
að taka til matinn, kannski elda eitthvað
handa ykkur. Svo getið þið hjálpast að
því að þvo upp á eftir.“
„Þurfum við svo ekki að gera
meira?“ spurði Svanur.
„Nei, ætli þetta verði nú ekki nóg?
Jú, annars. Þið getið reitt eitthvað af
arfa úr kálgarðinum. Þar er allt að
fyllast af arfa,“ sagði móðir barnanna.
„Æ, það er svo leiðinlegt að reita
arfa,“ sagði Dóra.
„Jæja, börnin mín, þið ráðið því nú,
hvort þið glímið við arfann eða ekki.
En munið eftir því að fara ekki norður
á bjargið. Ég er alltaf hrædd um ykkur
þar,“ sagði Halla.
„Nei, við skulum ekki fara þangað,“
sagði Einar. „Ég skal sj á um það.“
„Já, ég er alltaf svo hrædd við þetta
bjarg,“ sagði Halla, „síðan pilturinn
fórst þar um árið.“
„Viltu segja okkur frá því, mamma?“
spurði Dóra.
„Já, það var löngu áður en við kom-
um hingað. Þá var hér unglingspiltur,
sonur hjónanna, sem bjuggu hér þá.
Hann var um sextán ára aldur þá. Hann
ætlaði víst að klifra eftir eggjum í
bjarginu og mun hafa hætt sér út á tæpa
sillu með þeim afleiðingum, að hann
104 VORIÐ