Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 33

Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 33
steinhúsi í Kaupmannahöfn. Öllum ber saman um, að fornritin séu skrifuð af snillingum. Nú eru allar bækur prent- aðar, þess vegna eru þessi handrit svo dýrmæt. h-eimkoma handritanna Lengi hafa íslendingar barizt fyrir að fá handritin aftur heim. Nú eigum við sjálfir háskóla. Nú erum við heldur ekki undir stjórn Dana. Alla íslendinga hef- ur langað til að fá handritin heim. En Danir vildu lengi vel ekki láta þau af höndum. Þeir sögðu, að Háskólinn í Kaupmannahöfn ætti handritin. En margir danskir vinir Islands vildu láta íslendinga fá handritin aftur. Og nú eru þau að koma. Ég og bróðir minn, og við öll heima, hlökkum til þegar handritin koma heim. Við hlökkum til að sjá þessar merku hækur, sem eiga svo langa og merka sögu. Um þær sögur er kvæðið „í Arnasafni“ eftir doktor Jón Helgason, sem hefur verið og er bókavörður í Arnasafni. Hann segir þar: 5!Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum, iðjuverk þúsunda, varðveitt á skrifuð- um blöðum. Hvar sem ég fletti við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minn- ar tungu.“ Ingólfur Arnarson. FLUGVEL UR PAPPA Þcssa flugvél er hægt oð klippo út úr hæfilega þykkum poppo. Fyrst brýtur þú poppann eins og sést ó 1. mynd, klippir svo eins og sézt ó myndum 2 og 3, réttir hana svo úr brotinu og reynir hano. Nói hún ekki jafnvægi, gctur þú lagað það með fínum messingþræði eins og sézt ó | mynd nr. 4. VORIÐ 127

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.