Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1908, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1908, Blaðsíða 5
H .1 A R M I 3 Vér þráum ókominn tima, þann tíma, er vér séum Iausir við þá lags- menn, sem véí höfum nú. Og svo hugsum vér með sjálfum oss: Þegar vér nú einu sinni erum orðnir eins gamlir, eins og hann eða hún þarna, sem sjálfsagt liugsar aldrei né talar nokkuð rangt, já, þá er það margt, sem vér skulum.............I5á skul- um vér verða svo og svo góðir við fátæklingana, þegar vér erum orðnir ríkir af peningum. Þá skulum vér fá alla ættmenn vora og vini til þess að þjóna guði, þá skulum vér sjálfir leita guðs og einskis annars. Þá skulum vér verða svo fjarskalega var- kárir; þá skulum vér snúa öðruvísi snældunni ! Já, það skulum vér gera. En hvernig fer svo fyrir oss, þeg- ar vér erum komnir á fullorðinsárin? Gátum vér þá uppfylt allar þessar eftirlanganir vorar? Eg veit ekki hverju aðrir kunna að svara. líg þekki engan, að kalla má, nema sjálfan mig. Og ég veit, hvað mér hrugðust ofl heztu vonir og að ég heið hvern ösigurinn á fæt- ur öðrum. Það tjáði ekki, þó að ég vildi eða mig langaði. Þó að mig langaði, þá komu aðrar eftirlanganir og girndir, og risu upp gegn því. Ýmist vildi ég, ýmist vildi ég ekki. Það skiftist á. Þó að skáldið »kallaði mig út í kyrran lund«, þangað sem blærinn leikur um bjarkakrónurnar, þá varð ég hvorki heill né hress; hlærinn, þó hann væri fullur af skógarilmi, gal ekki hreinsað óhreinindin og breysk- leikann úr brjósti mér. »Vonina mína vanlaði vængi og krafta lil að fljúga«. En er þá noklcuð það til, sem ég geti þráð og virkilega náð? Það er gömul sögusögn, að á Vall- landsströndum haíi einu sinni staðið stór bær og þar hafi verið dóm- kyrkja. En einu sinni sökk bærinn og kyrkj- an í saltan mar. Einu sinni réru sjómenn þar til fiskjar í sólskini og blálogni og þeg- ar þeim varð litið niður í djúpið, ])á sáu þeir á turnstöngina djúpt niðri og þeim heyrðist sem lágvær klukkna- hljómur óma neðan úr djúpinu. Á sama hátt er sokkin borg í hvers nianns brjósti og þar er liringt til tíða. Og þegar þær eftirlanganir, sem hér er um að ræða, búa í þér, þá er eins og klukkur ómi í sálu þinni og minni þig á kyrkjuna, þar sem þú lilauzt skírn og á blessun fermingar- innar og á gönguna, sem vér gengum að altarisborðinu. Þá er það Drottinn vor Jesús, sem er að kalla í sálu vorri. »Hann brosti við sálu minni, ég gleymdi öllu liinu lága«, kvað Birke- dal. Eins og gleðin brosir við oss og sveipar með því burtu sorgum og á- hyggjum, líkt og þegar móðir brosir við börnum sínum, þegar þau koma heim úr langferð, svo brosir Jesús við sálu vorri og seður liana óðara, þegar hana hungrar eftir honum. Og ef ég á að segja þér, hvað það er hjá Jesú, sem þú ættir mest að þrá, til þess að þú getir fengið all annað, þá gel ég sagt þér það af eigin reynslu, að það er — dauði hans. Það veitir oss svo óumræðilegan fögnuð, að hann er dáinn og upp aftur risinn. Fyrir dauða hans veit ég víst, að ég muni öðlast alt það, sem ég þrái, því hann lifir. Hal'ðu þetta nokkrum sinnum upp fyrir sjálfum þér, þegar þú ert ang- urvær, og þér finst, að þú komist ekki þangað scm þú vilt, og and- varpar eftir sannleika guðs og l'ram-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.