Bjarmi - 01.05.1908, Qupperneq 3
B J A R M I
75
að þeir geti orðið verkfæri í guðs
hendi lil að kenna það öðrum.
»Æ, vér það vitum: tár ei tjá,
og tregastun ei fær á hel,
en — sefast hrygð við hugsun þá
og huggast sturlað ástarþel?
þú sjálfur, sem vilt hugga harm,
berð hlýra föla, votan hvarm«.
Þessi orð skáldsins lýsa vel á-
standinu, eins og það virðist vera
nú alment.
Heílr þú kærleika Krists og kraít
hans?
Ef þér tekst að hugga sjúka og
sorgmædda og' leiða villuráfandí
menn á réttan veg, svo að þeir sþretti
upp, gangi inn í helgidóm guðs til
að lofa hann og þakka honum, þá
heflr þú kraft Krists kærleika. I’á
er þinn kærleikur sannur. Það
geturðu haft til marks. Hefir þér
tekist þetta? Hefir þér. tekist að
hugga nokkurn mann svö, að þú
sért viss um, að þú haflr gert hann
að vini, sem meðtaki þig í hinar
eilifu tjaldbúðir, eða komið því til
leiðar, að hann geti glaður vitnað
það af eigin reynslu um frelsarann,
að sá sé sæll
»sem æ í sjúkleik, sorg og eymdar-
högum
liann sækir /yrst að lækna og hugga
Á sumardaginn fyrsta.
Blessuð sumarsólin nýja
sendi geisla bjarta, hlýja,
grœði allra manna mein,
veili bœði gagn og gengi,
gleðji og liressi víf og drengi,
brœði í hjörtum harðan stein.
Pegar ég nú fer á fœtur
finn ég margar raunabœtur:
blessuð sumarsólin sldn,
velcur alt með vinarkossi,
viltum bendir, léttir krossi.
Náðin, drottinn, það er þín.
Syngur lóa sœtt i móa,
syndir önd á þíðum flóa,
brciðum grœnkar grundin fríð,
móðurjörðin yngisl aftur —
öllu ræður drotlins kraftur,
aldrei dvín hans elskan blíð.
ó. 11.
(kona á Austurlandi).
Horfurnar.
»Mínir sauðir ráía hing-
að og þangað um öll fjöll
og allar háar hæðir, þeir
eru á sundrungi út um alt
landið, enginn spyr eftir
þeim, enginn leitar þeirra«.
— (Ezeldel 34, 6).
Það er tíðum minst á framtiðar-
horfurnar nú á íslandi, þegar menn
koma saman, og það er ekki nema
eðlilegt, þó að-menn hugsi um það
efni og geti sér til um framtíð þess
lands og þeirrar þjóðar, sem vér
elskum og látum oss ant urn.
En það er vanalegast, að menn
láta huga sinn og tal dvelja við tím-
anlegar framtíðarhorfur, framfarir í
landsstjórn, búnaði, samgöngum og
verzlun, en þeir eru miklu færri,
sem hugsa eða lala á mannamótum
um andlegar framfarir þjóðar vorr-
ar, framíarir í kristilegu trúarlífi og
kristilegri starfsemi.
Barnafræðslulögin nýju gera aðs
vísu ráð fyrir mikilli andlegri menn-