Bjarmi - 01.05.1908, Síða 5
B J A R M I
77
trúað öðru, sem er enn þá óskilj-
anlegra mannlegri skynsemi. Það
trúir ekki, að Guð sé almáttugur,
en það trúir þvi, að mönnum sé
hægt að gera það, sem Guð á ekki
að hafa getað gerl, og hiblian skýr-
ir frá.
Guð gat ekki látið ösnu Bileams
tala, en dauður maður getur farið í
handlegg lifandi manns og látið hann
skrifa endileysu, sem enginn er fróð-
ari fyrir.
Það er ekkert launungarmál leng-
ur, að nokkrir af kennimönnum
landsins hallast að biblíukritik og
lika er það ekkert launungarmál,
að ótal raddir heyrasl um, að sum-
ir þeirra hallist líka að einhverri
hinni auðvirðileguslu vantrúarstefnu
nútímans, draugatrúnni nýju (spiri-
tismus), sem auðvitað er ekkert
annað en æfagömul mj'ndbreylt
afturgönguhjátrú, en er nú hættu-
legri en áður vegna þess, að hún
er um leið bein árás á kristindóm-
inn og aðalundirstöðu hans, upp-
risu frelsarans.
Það eru ekki fagnaðarrikar fram-
tíðarhorfur fyrir hinn dreifða og
daufa kristindóm þjóðar vorrar, að
þeir menn, sem gæta eiga hjarðar-
innar skuli sjálfir íalla þannig frá
því, sem þeir hafa lofað Drotni sin-
um, að vera trúir verkamenn i hans
vingarði. Það eru ekki sannir læri-
sveinar Krists, þjónar Guðs orðs eða
trúir hirðar, sem láta leiðast af hverj-
um kenningarþyt. Ef mönnum
skyldi ekki þykja kristindómurinn
nógu fullkomið frelsislögmál og það
vera haft á sér að vcra kristinn og
boða Jesúm sem Irelsara og Guðs
son, — þeir menn geta ekki með góðri
samvizku alið sig af lijörðinni, þar
eð þeir vilja ekki halda henni við
liá haga og vatnslindir, þar sem
hjörðin er sælust og það er við hina
einföldu, frjálslegu og sáluhjálplegu
kenning Jesú Krists.
Það hefir verið og er enn mikill
doði og deyfð yfir kristilegu trúar-
lífi á íslandi og vanþekkingin i
kristilegu tillili er mjög rnikil. Það,
sem þjóðinni ríður því mest á að
öðlast, það er lifandi trú og starfandi
krislindómur; það er undirslaða
allrar sannrar farsældar og þjóðar-
gæfu í tímanlegum og andlegum
efnum.
Yér, sem eigum að boða þjóð
vorri sannleikann og prédika lær-
dóminn um Jesúm Ivrist og hann
krossfestan, erum vanmáttugir og
ónýtir þjónar, en Jesús getur þó
sýnt sig máttugan í veikleika vor-
um, ef vér viljum af hjarta vera
hans starfsmenn og vera honum
trúir til dauðans. Vér verðum að
þreyja, þangað til vér höfum fengið
haustregnið og vorregnið (sbr. Jak.
5, 7). Vér verðum að halda áfram
i Drottins Jésú nafni að sá hinu
góða sæði og kalla oss til hjálpar
sem flesta vér getum, til þess að starfa
með oss að útbreiðslu hins góða
fagnaðarerindis á voru áslkæra landi.
Guði sé lof, að vér eigum marga
góða presta, útbúna ágætum hæfi-
leikum; en þeir þurfa að leggja sig
enn betur fram fyrir málefni Jesú,
svo að hans ríki megi koma hing-
að til vor. Þeir þurfa að biðja meira
og varpa algerlega vilja sínum og
lífi á Jesú vald.
Prestaköllin eru nú víða orðin
svo stór og eríið, að nú verðum vér
prestarnir, sem viljum afstýra nýj-
um heiðindómi í landinu, að heita
á þá, sem trúaðir eru af flokki leik-
manna, að taka nú höndum saman
við oss og starfa með oss að boðun
orðsins og annari kristilegri starfsemi
á meðal safnaðanna.
En þá, sem hrasað hafa út af veg-