Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1912, Síða 8

Bjarmi - 15.05.1912, Síða 8
80 BJ ARMI Aðrar eins fregnir, og enda minni, hljóta að vekja margar alvarlegar hugsanir hjá hverjum peini, sem ekki er svo auðtrúa að œtla, að allt vcrði af tómri tilviljun eða eftir blindum náttúrulöguin, og gæti það orðið mikið umtalsefni. — En í þetta sinn vill Bjarmi þó sérstaklega vekja eftir- tekt lesenda sinna á því hve drengilega og kristilega söngsveit skipsins varð við dauða sínum. Hún lék hressandi lög meðan nokkur hjörgunarvon var, til að livetja liugi manna, en þegar dauöinn blasti við, minti hún menn á spurninguna miklu: »Erlu viðbúinn að mœla <jnði?« með því að syngja sálmalög. Og síðasl kvaddi hún þenna lieim með sálminum »Nearer my God to thee«, sem mörgum mungóð- kunnur í þýðingu séra Matth. Jochums- sonar: »Hærra minn guð til þín«. ltaunar er þýðing séra Lárusar Ilall- dórssonar frá Hofi likari frumtextanum. Þar er fyrsta erindið þannig (sbr. Frí- kyrkjan II. bls. 168). »Nær, enn nær, guð minn, þér! Nær, enn nær þér. Pótt að eins þraulakross það lyfti mér. Líf meðan Ijær þú mér, ljóð mitt og söngur er: Nær, enn nær, guð minn, þér! Nær, enn nær þér!«------ Vafalaust hafa margir aðrir trúaöir menn á skipinu tekið undir þenna söng þessar síðustu og alvarlegustu mínútur lifs síns. Omurinn barst til þeirra, sem komust af,j og er þeim ógleymanlegur, og ómur- inn hefir borist siðan um víða veröld, og vakið ýmist endurhljóm í hjörtunum eða órósemi, þar sem hjartað var ekki viðbúið að mæta heilögum guði. Isalöld liefir t. d. skýrt frá þvi, að sænska skáldinu Strindberg hafi orðið mikið um að frélta þessa síðuslu kveðju söng- sveitarinnar. Og feginn vildi eg óska að sami ómur inætti berast að hjörtum margra lesenda íslenzkra blaða.----- Pað er annars ekki í fyrsta sinn, sem þessi sálmur hljómar fyrir eyrum þús- undanna. Pegar Mac Kinley Bandarikja- lorseta var veilt banatilræði (1902), raul- aði hann fyrnefnt vers rétt lyrir andlátið. — Og þegar liann var jarðaður, námu allar járnbrautarlestir, sporvagnar og verk- smiðjuvélar slaðar í 5 minútur í öllum Bandarikjum og jafnframt var sálmurinn sunginn í ílestöllum kyrkjum landsins. Betur að vér gætum allir mætt dauða vorum með sömu orðum! Albert Lunde, umferðaprédikarinn nafnkunni, var i Helsingfors á Finnlandi aðallega i vetur sem leið, og segisl hann ekki annarstaðar hafa séð eins mikil áhrif orða sinna, síðan vakningin mikla varð í Kristianiu árið 1905. Lunde prédikaði daglega í stærstu samkomuhúsum í Hels- ingfors, en þó urðu margir frá að hverla. Sumar samkomurnar, sem ætlaðar voru karlmönnum einum, sóttu um 3000 karl- menn og það enda á virkurn dögum. — — Lunde er biblíufastur mjög, eins og raunar allir kunnir vakningaprédikarar, og velur sér alloft umræðuefni úr gamla- tcstamentinu. — — Pað er eillhvað lík- legra til að »tæma kyrkjurnar« en »biblíutrúin«. S. A. Gíslason. Leiðrétting. I síðasta tölublaði Bjarma er þess gelið, að eg hafi haldið prédikun við íoreldra- mólið í dómkyrkjunni siðasta vetrardag; þetta er ranglega hermt, því séra Bjarni Jónsson, formaður félagsins, hélt stólræð- una, aðalprédikun guðsþjónustunnar. Eg þar á móti talaði fáein ávarps-orð til drengjanna frá kórdyrunum. Kyrkjan var full af fólki og voru það um 300 drengir ásamt foreldrum og vandamönn- um. Sungnir voru 7 sálmar, bæði kyrkju- sálmar og félagssálmar. Einn af félags- piltum iék á orgelið og söngflokksstúkan var full af félagsmönnum, er stýrðu söngn- um. Síðast fór séra Bjarni fyrir altari og cndaði guðsþjónustuna á venjulegan liált. K. F. U. M.,5. maí 1912. Fr. hriðriksson. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Káraslíg 2, Reykjavik. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Laugaveg 63. Prentsmiöjan Gutonberg.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.