Bjarmi - 01.03.1919, Qupperneq 8
40
BJARMI
/7 ------ ===?
Hvaðanæfa.
-rrr" — Í
Heima.
Síra Jakob Björnsson í Saur-
bæ í Eyjafirði er nýlega látinn. Hans
verður nánar getið síðar.
Erlendis.
S p a n s k a veikin heíir verið töluvert
mannskæð meðal landa vorra vestan hafs,
þótt hún færi ekki eins geyst og hjer í
Reykjavík, enda voru gerðar þar allskon-
ar sóttvarnarráðstafanir hvar sem veikin
nálgaðist.
Peir, sem dóu, voru flestir á besta aldri,
fæddir vestra, og því ókunnir lesendum
Bjarma á Fróni.
Frú Halldóra Ásgrímsdóttir Halls-
sonar, kona síra Sigurðar Ólafssonar
í Blaine, andaðist 11. des. f. á., besta
prestskona að kunnugra manna sögn.
Föðurætt hennar er úr Hjaltadai í Skaga-
firði, en móðurætt úr Önundaríirði, en
sjálfur er sra Sigurður ættaður úr Rang-
árvallasýslu. Pau höfðu verið 11 ár í
hjónabandi og áttu 3 börn á lífl.
Guðmundur Jónsson Jónssonar úr Dýra-
firði og Ragnhildar Jónsdóttur úr Ön-
undarfirði, prentari og leikprjedikari i
Winnipeg, andaðist 4. des. Hann var einn
þeirra sárfáu íslenskra leikmanna lúteskra
vestra, sem steig í ræðustól og stýröi
guðsþjónustum, og þótti fara það mjög
vel úr hendi. Var vöknuð hjá honum svo
eindregin löngun eftir að gefa sig allan
við trúmálastarfi, að hann ætlaði að fara
að byrja nám í vetur til undirbúnings
prestsstöðu, enda þótt hann væri komin yfir
þrítugt. En þá kom heimfararkallið. Kona
hans var Þórunn Sigriður Sigurðardóttir
Sölvasonar úr Hjaltadal í Skagafirði, lifir
hún mann sinn ásamt 4 börnum þeirra.
Kemur oss í hug er vjer íhugum áform
Guðm. sál. og hitt jafnframt hvað sumir
prestar kirkjufjelagsins voru gamlir er
þeir byrjuðu guðfræðisnám, hvort ekki
væri ráðlegt að einhverjir truaðir og nám-
fúsir piltar lijer heima færu veslur til að
nema guðfræði og gerast siðan prestar
þar. Það kann að vera óvinnandi vegur
fyrir þá vrgna kostnaðar og aldurs að
fara að byrja hjer á 10 ára námi til und-
irbúnings prestsstöðu, og mega svo bú-
ast við ljelegu vinnumannskaupi að loknu
námi. Reynist þeir einlægir trúmenn og
námfúsir þegar vestur káPlmi, búumst vjer
við að bæði tæki þá styttri tíma undir-
búningurinn og eins yrðu þeir studdir
svo að það yrði þeim miklu kostnaðar-
minna en hjer á landi.
Ögmundur Sigurösson klæðskeri, bróð-
ir Sigurðar bóksala á Akureyri og Steins
klæðskera i Vestmannaeyjum, andaðist 11.
desember. Hann starfaði töluvert sem
umferðabóksali fyrir sjöundadagsmenn.
Ber sumstaðar talsvert á trúboði þeirra
meöal landa vestan hafs. Norðmaðurinn
Gudbrandson, sem dvaldi vetrarlangt við
islenskunám hjer við háskólann i Reykja-
vik, starfar í Nýja íslandi, og Sigríður
Jónsdóttir, ættuð úr Reykhólasveit, er
biblíukona í Winnipeg. — Ögmundur sál.
var besti drengur, þótt sjerskoðanir hans
á laugardcginum ættu enga samleið með
Bjarma.
Ritstjóri Bjarma sendir áslvinum þcssa
fólks hjartanlega samúðarkveðju, og eins
öllum hinum, þótt ekki sjeu nefndir, sem
hann kyntist á liðnu sumri en nú eiga
um sárt að binda; kemur þá Selkirk sjer-
staklega I huga vorn, þar sem skörðin
urðu svo mörg og stór, ekki síst við frá-
fall Bcnsons lögmanns.
Dr. J. Wilbur Chapman, einn al'
frægustu og bestu vakningaprjedikurum
í Ameríku, andaðist rjett fyrir jólin, 60
ára gamall.
Andreas Lavik, faðir Jóhannesar
Laviks andaðist 18. des. í vetur. Hann var
langa hrið ötulasli leiðtogi heimatrúboðs-
ins á Vesturströnd Noregs. (»Det vesl-
landske Indermissions forbund«) og rit-
stjóri málgagns þess, »Sambaandcn«. Síð-
ustu árin var hann skólastjóri biblíu-
skólans i Björgvin. Ritstjóri Bjarma
minnist hans með þakklæti fyrir meðmæli
og holi ráð er hann kom í fyrsta sinn til
Norvegs árið 1901.
Lutliersk Kirketidende, elsta
og mcrkasta kirkjublað Norðmanna, skilti
um ritstjórn um áiamótin, sra Edv. Sver-
drup og Chr. Ihlen prófessor ljetu liana
af hendi en við tóku prestarnir Skage-
sted, Frövig og Hertzberg.
Prentamifljan Gutenbarg.