Bjarmi - 01.12.1920, Page 2
178
BJARMI
sra M. J.; lentu þeir þegar í harðri
orðasennu út af kristindóminum, og
blöskraði gestinum, hvað gamli prest-
urinn var »radikal«. Samt bar hann
að lökum upp aðalerindi sitt, hvort
sra Matthías vildi ekki þýða hákristi-
legan, sænskan sálm, sem gesturinn
hafði lært af sænskum stúdentum
Dýlega.
Sra Matthías las sálminn og sagði:
»þetta er fallegur sálmur; komið þjer
til mín seinna í dag og sækið þýð-
inguna«.
Þannig varð til þýðing sálmsins:
»Lifðu Jesú — ekkert annað
er og verður lifsins hrós;
fórna honum, engum öðrum
allra fyrstu kærleiksrós«.‘)
G. H. segir frá, í fyrnefndum kafla,
tildrögunum að hinum gullfögru bæn-
arljóðum: »Guð minn, guð, jeg hrópa
gegnum myrkrið svarta«. Sýna þau
vel guðstraust og trúarþörf skáldsins
og ættu að lærast af efasjúkri sam-
tíð vorri.
Sra Matthías fæddist 11. nóv. 1835
á Skógum í Þorskafirði. Foreldrar
hans voru Jochurn Magnússon og
kona hans Þóra Einarsdóttir Ólafs-
sonar í Skáleyjum. Hann var 24 ára
gamall, er hann kom í lærða skól-
ann, og var bekkjarbróðir Hallgríms
Sveinssonar biskups. Áiið 1863 varð
hann stúdent og tók tveim árum síð-
ar guðfræðispróf. Vorið 1867 var
hann vígður til Kjalarnesþinga og
reisti bú í Móum. Hann kvæntist
1866 Elínu Knudsen, dóttur Diðriks
Knudsens siniðs í Reykjavík, en misti
hana tveim árum síðar úr taugaveiki
á annan jóladag. Lá hann þá sjálfur
hættulega veikur af sömu veiki. Vorið
1870 giítist hann í annað sinn Ing-
1) Sálmurinn var fyrst prentaður í
Bjarma 15. febr. 1909 og stðar í Söngbók
æskunnar.
veldi, dóttur Ólafs prófasts Johnsens,
fyrrum sóknarprests sins á Stað á
Reykjanesi. Hún dó vorið eftir, og
þá var það, sem hann orti kvæðið
góða og alkunna: »Heim til að bjarga
þjer hleypti jeg skeið«.
Mestan hluta næstu tveggja ára var
hann erlendis, í Englandi og Dan-
mörku, fjekk lausn frá prestsskap
haustið 1873 og tók vorið eftir við
ritstjórn Þjóðólfs. Vorið 1875 kvænt-
ist hann i þriðja sinn Guðrúnu Run-
ólfsdóttur bónda í Saurbæ á Kjalar-
nesi, sem lifir mann sinn. Eignuðust
þau 11 börn; er Steingrímur læknir
elstur þeirra, en mörg hinna dáin.
Haustið 1880 hætti hann ritstjórn
Þjóðólfs, en gerðist prestur að Odda
vorið eftir. 1886 var honum veitt
Akureyri, og var þar prestur, uns
hann fjekk lausn 1. des. 1899. Síðan
hefir hann haft skáldastyrk frá al-
þingi, eins og kunnugt er.
Ljóðabók hans kom fyrst út 1884,
og árin 1902 til 1906 komu ljóðmæli
hans út í 5 bindum, en auk þess eru
prentaðar eftir hann ýmsar aðrar
bækur í bundnu og óbundnu máli,
sem of langt yrði bjer að telja.
Bænavika K. F. U. M. og K. var haldin
eins og venjulegt er þriöju viku nóvem-
bers (14.—20. nóv.). Voru þá sambæna-
fundir á hverju kvöldi í húsi fjelagsins í
Rvík. Eru slíkar sambænir jafnan til mik-
illar blessunar, og liin mesta ógæfa að
prestarnír skuli ekki alment gangast fyrir
þeim úti um alt land. Sumstaðar er raun-
ar kæruleysið svo mikið, að þeir yrðu
ærið fáir, sem vildu sinna slíku, en víða
mundu þó ýmsir trúræknir menn og kon-
ur taka því mjög vel að biðja með presti
sinum á undan eða eftir messu, eða við
önnur hentug tækifæri, — ef prestinn sjálf-
an brestur ekki áhuga og skilning í því efni.