Bjarmi - 01.12.1920, Page 3
BJAR MI
179
H ei m i 1 ið.
Deild þessa annast Guðrún Lárusdóttlr.
.... =í>
Hvar er bróðir þinn?
Saga eftir Guðránu Lárusdótlur.
---- (Frh.)
»Jeg tók það til bragðs að senda
eftir yður. Jeg hugsaði með mjer að
þjer presturinn, gætuð ef til vill einna
helst liðsint mjer eilthvað og bent
mjer á livar særð og sjúk önd fær
öðlast frið. Frið! Jeg hefl farið á
mis við allan frið svo árum skiftir«.
»Veslings kona«, sagði presturinn
hægt, »yður er óhætt að trúa mjer
fyrir raunum yðar. Guð gæfi að jeg
gæti bent yður á veg frelsis og frið-
ar«.
»Jeg fer fljótt yfir sögu, tíminn er
naumur. Eitt sinn var jeg ung og
lagleg, að því er sumir sögðu. Jeg
áleit það sjálf en íhugaði það ekki,
að því meiri er hæltan ef sjálfstæði
og sómatilfinningu vantar. Jeg ólst
upp í kaupstað við iðjuleysi og sjálf-
ræði. Fóstra mín var meinlaus og
skifti sjer lítið af því þótt jeg kæmi
seint heim á kveldin og eyddi lím-
anum til einkis ga«ns. t*á þótti mjer
vænt um hana fyrir það, síðan hefi
jeg sannfærst utn að vetra gat hún
ekki gjört mjer. Jeg lagði lag mitt
við ljettúðugt fólk, stúlkur og pilta,
sem hugsuðu ekki utn annað en glys
og skemtanir, og skemtanirnar setn
við tókum þátt í voru ekki sem holl-
astar, og áhrif þeirra komu fijótt í
Ijós í háttalagi mínu. Jeg forðaðist
af fremsta megni alla, sem hölðu
ýmugust á gjálífi og kæruleysi, og
brátt varð mannorð initl svo skert
að engin siðlát stúlka vildi vera með
mjer. { stað þess að hryggjast yfir
því, slærði jeg mig af því i minn
hóp og henti óspart gaman að wdyggða-
drósunum«, sem jeg svo nefndi. Fóstra
mín fór þá að vanda um við mig,
en það var helst til um seinan. Nú
þóttist jeg vaxin upp úr því að hlusta
á áminningar. Einstöku sinnum hvarfl-
aði þó að mjer einhverskonar yfir-
bótarlöngun, og skeð gæti ef að jeg
þá hefði verið svo heppinn að hitta
fyrir einhvern, sem hetði gjört sjer
far um að skilja sálarlíf mitt og leiða
mig á rjettan veg, að mjer hefði orð-
ið forðað frá hyldj7pi því, sem jeg
barst óðfluga að. En að undantek-
inni fóstru minni, sem iðuglega fann
að framferði mínu, án þess að það
hefði nokkur áhrif á mig, skifti eng-
inn sjer af mjer. AUir smáðu mig
aðrir en fjelagar rnínir, sem voru á
sömu leið og jeg sjálf. Það er satt
sem stendur í vísunni: »Hæg er leið
til h.......það hallar undan fæti«.
Mjer reyndist það svo. Jeg hafði of-
urselt sjálfa mig óreglu og siðspill-
ingu og loks kom þar, að jeg — —
lagði hendur á eigið afkvætni mitt.
Mjer lrafði ekki tekist að stylta því
aldur með hatrinu, sem jeg bar til
þess, frá því fyrst er jeg hafði hug-
boð um tilveru þess. — Nú er jeg
komin að svartasta þættinum«.---------
Henni varð erfitt um mal og hún
þagnaði um stund. Presturinn horfði
þegjandi í gaupnir sjer. Aftur tók
hún til máls með veikri, titrandi
rödd. »Jeg ætla ekki að lýsa því
nánar, það nægir að geta þess að jeg
ber Kains merkið, — hendur mínar
eru ataðar ungbarns blóði. — Pað
hlýtur að hafa dáið, þó jeg hefði
það injer til afsökunar fyrst í stað,
að jeg hefði skilið við það með lífs-
marki. — — Síðan eru mörg ár lið-
in. Öll þau ár hefi jeg farið latul-
flótta eins og Kain forðum, og lifað
undir eilífri bölvun syndarinnar. Fyrst
í stað var hjarta mitt kaldara jökli,
jeg var sneydd sjethverri mannlegri