Bjarmi - 01.12.1920, Síða 5
BJARMI
181
nú úr yfirhöfn minni og vafði henni
utanum barnið, svo settist jeg niður
með barnið í fanginu og beið þess
að faðir barnsins kæmi heim. En
enginn kom. Ljósið á lampanum
dvínaði. Jeg var þó alls ekkert hrædd,
þótt undarlegt megi virðast. í*að var
önnur öflugri kend sem vakin var í
huga mínum. Það var sársauki og
kvöl, sem jeg hefi borið síðan. Var
þetta iðrun? Jeg öfundaði dánu móð-
urina, sem hafði borið hita og þunga
dagsins og annast litla barnið sitt í
fátækt og allsleysi á meðan mátli.
Nú var máttur hennar þrotinn. Hún
var hnigin í valinn eins og hetja á
vígvelli. En jeg sjálfl Liðhlaupinn,
svikarinn, morðkvendið, sem hafði
troðið á helgustu skyldum lífsins og
tilfinningum mannssálarinnarl Þar
sat jeg með sofandi smábarn á örm-
um mjer, — en í fjarlægð — hafði
jeg skilið við veikburða barn og of-
urselt það dauðanum. Jeg — móðir-
in sjálfl Og nú vöknuðu endurminn-
ingar um ógurlegan verknað í skauti
nátlmyrkursins. Sjerhvert atvik þeirr-
ar skelfingar stundar varð mjer ægi-
lega Ijóst. Jeg hjelt jeg væri að missa
vitið, eða var jeg nú komin í sjálft
víti? Hugsanir mínar voru allar á
ringulreið og þó snerist öll mín hugs-
un um eitt og hið sama: barnung-
ann, sem kjökraði á meðan mátti —
og þarnæst þögnin — ógurleg dauð-
ans þögn, sem nú Ijet i eyrum mjer
likt og þrumugnýr.
Jeg kom barninu til fátækrastjór-
ans.^ Síðan reyndi jeg af alefli að
glepja fyrir sjálfri mjer og — gleyma.
Stundum hjelt jeg að það hefði tek-
ist. En von bráðar rak jeg mig á að
svo var eigi. Samviskan vakti. Ár
hafa liðið, ár full af kvöl og volæði.
Jeg barst hingað heim aftur. Ætt-
jarðarþráin varð mjer ofurefli. Og
nú er jeg einna lfkust rekaldi sem
brim og brotsjóar hafa hent á milli
sín, — einstæðingur með þyngstu
byrðina, sem lögð verður á vesalar
mannsherðar — byrði syndar og
samviskukvala. — Sagan mín er bú-
in, æfin senn á enda og nú spyr jeg
yður, prestur, getur Guð fyrirgefið
mjer? Nú finn jeg, frammi fyrir dauð-
anum, að alt veltur á þessu eina
orði — fyrirgefning. Jeg hefi eytt æf-
inni illa, sóað henni í syndalífi —
og endirinn er svo nærri!«
Konan þagnaði, þrotin að kröftum.
Heimsóknartíminn var löngu liðinn,
sjúklingarnir voru farnir að furða
sig á hvað löng viðstaða prestsins
var orðin.
Loks stóð hann á fætur og bjóst
til að fara.
»Jeg kem til yðar í annað sinn«,
sagði hann og rjetti konunni hönd
sina.
»Og við tölum betur saman um
þetta. Nú fel jeg yður honum, sem
rjettvíslega dæmir, en sem einnig
elskaði heiminn svo að hann sendi
son sinn oss mönnum til frelsis. Lát-
ið það hughreysta yður. Og hlýðið á
það sem Guðs andi vill hvísla að
sál yðar. Minnist þess að Guð vill
ekki dauða syndugs manns, heldur
að liann snúi sjer og lifi, og að það
er blóð Jesú Krists, sem hreinsar oss
af allri sijnd. Við hans kross er frið
að fá, hjá honum er hæli fyrir synd-
uga menn. Hann brýtur ekki brák-
aðan reir, honum er sundurkramið
hjarta þóknanlegt. Fyrir benjar hans
eignuðumsl við þann frið, sem synd-
in hefir svift okkur«.
III.
Aðfangadagur jóla var að kvöldi
kominn.
Jóla annríkið var liðið hjá og ótal
mörg barnsaugu horfðu nú brosandi
á ljósum prýdd jólatrje eða nutu jóla-