Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1920, Qupperneq 7

Bjarmi - 01.12.1920, Qupperneq 7
B J A R M I 183 í kjallaranum og höltu stúlkunni þeirra? Þau fara sjálfsagt að koma úr þessu, og þeim þykir eflaust skrítið að fá ekki að sjá sjálfan hús- bóndann«. Presturinn brosti. »Jeg var reyndar búinn að gleyma því, en jeg kem bráðum aftur og þú tekur vel á móti þeim, Björg mín«. Það var drepið að dyrum. Kona stóð frammi í anddyrinu. Hún rjetti prestinum brjef. »Jeg var beðin að fá yður það sjálf«, sagði hún. það var með því seinasta sem hún talaði við mig. — — Pjer annars þekkið mig víst ekki. Jeg er vökukona í sjúkra- húsinu og var hjá konunni, sem þjer lieimsóktuð svo oft, henni Önnu sál- uðu, á meðan hún skildi við«. Presturinn leit á brjefið. »Hún er þá dáin«, sagði hann. »Jeg ætlaði einmitt að skreppa til hennar í kvöld og lesa fyrir hana jólaguðspjallið, eins og jeg lofaði henni á dögunum«. »Hún vfst sagði mjer það«, sagði vökukonan. »Og hún hlakkaði til jólanna eins og barn, þessi aumingi. En hún er nú sæl, sælli en jeg og mínir líkar«. Konan kvaddi og fór, en séra Gunnar fór að lesa brjefið. »Kæri prestur minn! Jeg skrifa yður þessar línur af þvi mig langar til að sýna yður einhvern þakklætisvott. Því þjer hafið bent mjer á lífið og l.jósið. Nú, þegar burtför mín er fyrir hendi, finn jeg það best hvers virði orð yðar eru mjer. Nú hugga jeg mig við þau og læt hugann dvelja við fyrirheit Guðs orða, sem þjer hafið svo oft og rækilega sagt mjer frá. Og þau eru ljósið, sem lýsa mjer heim. Guð blessi yður, prestur. Haldið áfram í Drottins nafni, því tíminn bður, og allstaðar er nóg af syndur- om, sem þurfa á náð Guðs að halda. Segið þeim söguna mína, til sönnun- ar því hve fullkomið frelsi Guðs son- ar er. Segið þeim að það var blóð Jesús Krists sem hreinsaði mig af allri synd. Pess vegna get jeg nú sagt með rólegu geði: Dauði jeg óttast eigi, afl þitt nje valdið gilt, í Kristi kralti jeg segi, kom þú sæll þegar þú vilt. í Guðs friði með ástarþökk fyrir alt.« Pannig liljóðaði brjefið sem presturinn las hvað .eflir annað uns tár hnigu af hvörmum hans. »Hví skyldi jeg hræðast vanmátt minn?« sagði hann upphátt við sjálfan sig. »Droltins er valdið«. Hann var ljettur í spori á leið til fangahússins. Gleðin í hans eigin hjarta var i ætt við fögnuð englanna, þegar syndari snýr sjer til Guðs, og endurskin gleð- innar bjó i svip hans og augnaráði þegar hann gekk inn í fanga klefann. Fanginn, því nær barn að aldri, eftir útliti að dæma, reis upp í fleti sinu, þegar presturinn kom inn. Hann rjelti prestinum hönd sína þegjandi, setlist svo frainan á fletið sitt og starði þögull og þungbúinn á ljóstýruna á borðinu. Miðdegisverður hans var ósnertur hjá rúmi hans. Presturinn settist á rúmið við hlið hans. »Ungi vinur minn«, sagði hann vingjarnlega. »Hjer hittumst við þá aftur. Munið þjer þegar þjer komuð heim til mín í haust? og hvað það var, sem jeg sagði þá við yður? Mjer þótti undur sárt, þegar jeg frjetti að þjer væruð kominn hingað, jeg vissi það ekki fyr en í gær, og jeg gat ekki á mjer setið að heimsækja yður hið fyrsta.« »Pakka .yður fyrir«, svaraði pilt- urinn. »Pað er yður líkt«. »Og jeg enduitek orð mín, piltur minn, og legg alla áherslu á hið

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.