Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 2
B j A K M í 'M og sjá þig stundum enn, — en öðr- um ertu hulinn til efsta dags. —" Jeg sit hljóður; orð mín yrðu svo fátækleg, þó stama jeg: »Talaðu Drott- inn, þjónn þinn heyrir«. Talaðu við mig um kærleikann, er knúði þig til jarðar, talaðu við mig um kær- leiksundrið, að þú skyldir muna mig meðal milljóna jarðarbarna, og hjálpa mjer til að biðja Faðir vor. — — Himneski faðir, þökk fyrir þá, er kendu mjer þá bæn, og fyrstir sögðu mjer jólasöguna. Veit þeim eilífa blessun og náð af eilífri miskunn þinni. — Er jeg minnist þeirra, streyma end- urminningar löngu liðinna jóla að mjer, smáar og fáar í augum ókunn- ugra, en við þig, Drottinn, get jeg alt sagt. t*á ljek jeg mjer að jólagullum, sem þættu fátækleg nú, en aldrei hafa mjer önnur leikföng verið kærari að þeim fráteknum, sem ástkært deyj- andi barn brosti við í hinsta sinn. — Kræsingar voru mjer ókunnar, en al- drei fjekk jeg betri jólamat. — Aldrei lærði mamma mín að syngja, en eng- inn frægur söngvari náði þeim tök- um á mínú hjarta með rödd sinni sem hún. — Mörg hefi jeg ljósin sjeð um dagana, en aldrei fanst mjer eins til um nein þeirra og engin voru eins skær í mínum augum eins og ljósið á fyrsta jólakertinu, er jeg eignaðist forðum. Margar góðar jólaræður hefi jeg hlustað á, þó varpa þær engum skugga á messuferðir í tunglskini til kvöldsöngs í fátæklegri kirkju á æsku- stöðvum mínum. — — Gef mjer, Droltinn, meira af lund- erni, nægjusemi og trúartrausti barns- ins, svo jeg geti jafnan verið sem barn gagnvart þjer og gjöfum þínum. Seinna komu önnur jól, þá voru skemtanirnar margbreyttari og heim- boðin ríkmannlegri, en kuldagustur fer um sálu mína við að minnast þeirra. — Lát mig aldrei hætta að lofa þig og þakka þjer að þú skyldir fyrirgefa mjer alla þá gleymsku og gáleysi, og að blóði drifin hönd frels- ara míns skyldi afmá allar syndir mínar frá þeim árum. Fú gafst mjer heimili, og mig lang- aði til, og þrái enn, að þar værir þú jafnan velkominn. Fyrirgefðu, Drott- inn, að það skyldi ekki takast miklu betur en orðið er. Talaðu um það við mig í kyrðinhi og oss öll, sem hjer búum hvernig það geti tekisl betur framvegis. — Kyrlát jólagleði í öllum tómstundum mínum, þrek og dugnaður frá æðra heimi við dagleg störf mín, það sje bænarefni mitt þessa jólahálíð. — Gef oss öllum gleðileg jól í Jesú blessaða nafni. Amen. Starfshugsanir (eftir Olferl Ricard). Texti: Jóh. 4, 30-38. 42. í þessum texta eru fjórar eða fimm hugsanir, sem hníga að kristilegu starfi. Pað sem vjer sjáum fyrst, hressir upp hugann, vjer sjáum að eitthvað er hægt að gjöra. Akrarnir eru hvítir til uppskeru. En það eru ekki venjulegir akrar, það eru mennirnir, það er þjóðin okkar. Feir sem eru á leið frá borgunum fram með ökrunum, eru að boða uppskeruna og hjer getur orðið þegar fram líða stundir, það sem gerðist í Samaríu forðum og Postulasagan segir frá (8. kap.). Þessa björtu mynd skulum vjer alt af hafa fyrir augum i starfi voru, hversu tregt- sem það kann að ganga, þó lítill á- vöxlur sjáist og jarðvegurinn sé harð- ur: Ó, hvað hjer gelur orðið dýrleg

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.