Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 6
206 BJARMI 5. Innlendir síar/smenn. Afar áríð- andi er að þeim fjölgi, þeir eru best kunnugir hugsunarhætti fólks síns. Útlendingar mæta þráfait mótspyrnu, af því einu að þeir eru útlendir. 6. Að Guð fái notað oss kristniboða. Sjerstakar varúðar verður að gæta. Margir hafa orðið heilsulausir á skömmum tima, þeir gættu sín ekki, lofts lagið var öðru vísi en heima, fæðan alt önnur o. s. frv. Heiðinn hugsunarháttur, heiðnir siðir svifu í andrúmsloftinu, og margir dóu and- legum dauða. Við erum nú komnir svo langt að við sjáum fyrsta viðkomústaðinn i Japan, Yokohama. Þar býst jeg við að hilta sra. Oktavíus Thorláksson, hann starfar skamt þar frá. Máske gefst mjer tækifæri til að heimsækja kristniboðsstöð hans; síðan fer jeg með járnbraut til Kobe, það er síð- asti viðkomustað skipsins í Japari. Annars er fyrsti áfangastaður minn Shanghai í Kína; þangað komum við 30. sept.; þá á jeg eftir rúml. mán- aðar ferðalag til Laohokow. Þegar þangað kemur, skrifa jeg yður áfram- hald ferðasögunnar. Lifið heilir kæru vinir. Með heit- ustu ósk um blessun Guðs yfir starf yðar og líf í Drottni II. Mós 14, 13.—14. Yðar í þjónustu Meislarans. Olafur Olafsson. pt. í »Empress of Iiussia í Kyrrahafi 30.-9.-1921. co. áritun The Norvegian Mission Laohokow, Hupeh, China. (?= =? H eimi 1 ið. Deild þessaaunasi Guðrún Lárusdóttlr, Brúðargjöfin. Saga eftir Guðrúnu Lárusdótlur. Það var glatt á bjalla hjá nýgiftu hjónunum. Háreysta, húsið var upp- ljómað frá efstu hæð alla leið niður í kjallara, og ljósadýrðin barst ásaml hlálrunum út á þögult strætið, þar sem öll umferð var löngu hætt, því það var nótt, þögul og hátíðleg jólanótt. Þjónarnir og þernurnar höfðu ærið að starfa við að bera gestunum dýr- indis krásir, ungu bjónin voru sem sje að halda fyrsla samsætið á eigin heimili sínu, þau voru nýílutt þangað sjálf, og þótti bera vel i veiði að gjöra sjer glaðan dag, einmitt á jólunum. Það var heldur ekkert til sparað er fangnaðarauki var að, og brosleit and- lilin báru þess vottinn að unað var hag sínum liið besta. Unga fólkið safnaðist saman i stærstu stofuna og bráðlega var þar stíginn dans eftir fjörugum slaghörpuslætti. En rosknara fólkið settist að í hliðar- herbergjum, og ýmist horfði á leik unglinganna eða skemti sjálfu sjer með spilum, taíli og samræðum um daginn og veginn. »Það dansar þá á jólanóttina. Kantu við það, llósa?« spurði öldruð kona sessunaut sinn í liálfum hljóðum, Rósa færði sig nær, »og sei, sei, nei« sagði hún, hvað ætli maður kunni við það. En þegar betur er að gáð, þá er það í sjálfu sjer ekki verri eða ótilhlýði- legri skemtun en hvað annað«. »Jeg býst við að Hákon líti svo á það mál«, sagði sú sem fyr hafði mælt, og brosti um leið. »Hann er löngum gleðimaður. Dæmalaust eiga þau nú snoturt heimili hjerna, Helga

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.