Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 7
B JARMI 207 og hann. Henni bregður svolítið við, gæti jeg trúað«, »Það er ekki óliklegt«, svaraði Rósa. wPað er ekki smáræðis heppni yfir sumu fólki. Man jeg þegar Sólveig heitin móðir Helgu, misti manninn og flutti hingað úr sveilinni með Helgu, sem þá var smátelpa. Sólveig heitin var fátæk, því búið hrökk tæplega í skuhlirnar. Björn sálaði var enginn búmaður auminginn, þar að auki drakk hann á seinni árum. Og Sólveig átti fáa sluðningsmenn, en hún var býsna kjarkgóð, og það lijálpaði lienni. Ójá, það var ekki öldungis svona hátt undir loftið í kompunni, sem hún leigði sjer hjerna á Njálsgötunni, svo langt man jeg«. Og Rósa skimaði í allar áttir slofunnar, »og ögn færri málverkin«. bætti hin við. »En þarna bjó hún og baslaði fyrir sjer og barninu með handavinnu, spuna, prjóni og þjón- ustubrögðum. Jeg man vist þegar hún var að fara í Laugarnar í hvaða veðri sem var, og ók þvottinum á hjólbör- um, til þess að spara aurana. Skyldi hana hafa órað fyrir þessu og öðru eins«. Þær litu báðar í kringum sig, og virtu vandlega fyrir sjer fagra hús- muni og alt það, sem prýddi hina vistlegu stofu. »Já, það er margt lífið, þó lifað sje«, sagði Rósa og varp öndinni. »En jeg held að gömlu konunni hefði þótt nóg um íburðinn hjer á öllum hlut- um. Hefirðu tekið eftir veggmyndun- um? Skyldu þær hafa kostað skild- inginn! Og öll þessi stofugögn! Hann hlýtur að vera ríkur maður, liann Hákon«. »Óvíst er það«, sagði hin konan drýgindaleg. »Hvað ertu að segja, Sofii'a, held- urðu þá að hann eigi ekki húsið eða hvað«. Rósa varð áköf og þokaði sjer alveg að vinkonu sinni. »Jeg segi það ekki«, svaraði Soffía brosandi. »En margur býr stofur sínar vel, þó lítið sje í buddunni. Sumu fólki er það fyrir öllu að berast á og hafa mjúk sæti og nóg af prjáli í kringum sig. En segðu mjer eitthvað meira um móður hennar Helgu. Jeg hefi ávalt ánægju af að heyra sagt frá þeim, sem kunna að bjarga sj«r«. »Það gjörði Sólveig heitin«, tók Rósa til máls, »við vorum ofurlílið skildar og sambýliskonur i nokkur ár, og jeg hitti hana daglega. Aldrei var hún öðru vísi en glöð og kát, og það þó hún ætti ekki 10 aura í buddunni, og vissi ekki hvað hún hefði til næsta máls. Jeg mintist á það við hana einlivern tíma, hvernig liún gæli verið svona undur róleg og vera jafn fátæk. »Jeg treysti Guði«, sagði hún þá bless- unin sú arna, »jeg veit að hann er nógu ríkur«. Og það sagði hún mjer oft, að altaf hefði eiiihver björg borist sjer, og stundum hefði hún ekkert vitað hvaðan. Já, Sólveig heitin var mesta trúkona, og grunur minn er sá, að það hefði ekki verið stíginn dans hjerna í stofunni í nótt, ef hún hefði verið uppi standandi. ÆtU hún hefði ekki heldur lesið jólalesturinn«? »En dóttirin, Helga, er hún ekkert lík móður sinni«? spurði SolTía. »Jeg veit ekki. Hún er svo ung, þetta er barn, tæplega tvítug, Svo fór hún nú rjett strax eftir ferminguna frá móður sinni, til vandalausra að vinna fyrir sjer, Sólveig heitin misti hana þá að miklu leyti undan sinum yfirráðum. Og þú þekkir það nú, Sollía mín, að uDga fólkið á svo litla leið með aldraða fólkinu, nú orðið. Það er þá svo margt sem glepur fyrir. Jeg vissi að Sólveigu var það hálfgjörl á móti skapi þegar Helga rjeðist í kalTi- hús, hjerna í bænum, en svo varð það að vera, Hún fjekk hátt kaup

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.