Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 8
208 B J A R M I þar, og margir hugsa mest um það. En hún var þá þetta litla heppin að krækja í Hákon«. »Ójá, það voru nú sumir hissa á því«. »Ekki var jeg neitt hissa á því. Ungu mennirnir líta fyrst og fremst á fallegt andlit, og hvar sjerðu það fegurra en hjá Helgu? Par að auki lil jeg hana engu síðri en stúlkur gjörast upp og ofan«. »Það getur satt verið. Vesalings ungu stúlkurnar eru ekki æfinlega vaxnar því starfi að stjórna heimili«. »Helga þarí ekki að bera kvíðboga fyrir neinu í því efni, nógar eru hendur til lijálpar hjer -sj'nisl mjer«, sagði Rósa »þó jeg líti svo á að konan haldi besl uppi sínum heiðri með því að annast lieimilið sem mest sjálf«. »Þekkirðu Hákon nokkuð?« spurði Sollía. »Miklu minna«, svaraði Rósa. »Helgu hefi jeg þekt frá því hún var barn, en honum hefi jeg að eins kynst síðan þau trúlofuðust. Mjer geðjast vel að lionum að mörgu leyti«. »En ekki að öllu, eða hvað?« spurði Soll'ía. »Pað eru fáir menn svo að ekkert verði sett út á þá«, svaraði Rósa. »Mjer þykir Hákon lielst lil alvöru- lítill eða gáskafullur, en hann er nú ungur enn þá, svo þetta gelur alt breyst. Hákon er eftirlætisbarn, sem aldrei heíir þurft að láta neitt á móti sjer. Faðir hans Ijel all vera eins og liann vildi, og fær honum nú öll fjár- ráð í hendur«. »þess vegna getur hann haldið sig svona ríkmannlega«, sagðiSollía. »Ekki gjörði faðir lians það, fyr á árum. Jeg þekti hann vel, hann er frændi minn, og við vorum saman í æsku. Jóhann var sparsamur og neilaði sjer um llesl, lil þess að eignast því íleiri aurana. Hann týmdi aldrei að gifla sig, og þessi eini drengur, sem liann átli, ólst upp við mestu sparneytni, þó hann væri eftirlætisbarn, eins og þú sagðir áðau. Móðir lians var ráðskona á heimilinu, en ófrjáls var hún, sú aum- ingja stúlka, líkust ambátt, eða það fanst mjer, þá sjaldan jeg heimsótti Jóhann frænda. — Reir eru ekki mjög líkir feðgarnir. Betur að gamli máls- hálturinn sannist ekki hjer: »Sýnkur saman dregur, svo kemur ómildur og eyðir«. Nei, auðnum fylgir ekki ávall ánægja, því fer fjarri. Nú er Jóhann orðinn gamall og hrumur, Björg dó í hittiðfyrra, svo liann er nú einn síns liðs. Ekki hve hann vilja vera á íslandi, hann hefir búið svo lengi í Höfn og vill víst bera þar beinin«. Þær skiftu talinu. Ungu hjónin komu inn í stofuna. »Svo lijer sitjið þið, aldursforsel- arnir«, sagði Ilákon glaðlega. »Hvernig líður ykkur, — yður frú Rósa — ágætlega, gott er það, og þjer Soll'ía frænka, vel, mikið gott aðheyra. Og dæmið dansinn okkar ekki svo mjög slrangl? — það er nú þessi gamli siður, sem þið kannist við, að á jóla- nóttinni megi ekki hreyfa liönd nje fót í skemtana skyni. En jeg spyr, hvar er jólagleðin þá, sem menn eru að spjalla um? Helga mín var ekki alveg laus við þessa bjegilju, — hún maldaði í móinn, þegar jeg stakk upp á að fara í einn snúning. En hún áttaði sig, elskan sú arna, og við erum bæði búin að dansa þessi lifandis ósköp. Jeg held meira að segja að jeg sje orðinn hálfþreyltur. Sestu hjá mjer, Helga mín«. Þau settusl bæði í hægindaslól. Ilelga lagði handlegginn ulan um hálsinn á honum. »Hefir svo ekki verið gaman í kvöld, reglulega gaman?« spurði hann og horfði brosandi á konu sína. »Jú, jú, mikil ósköp«, sagði hún. »Og ertu ekki ánægð með íbúð-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.