Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 3
BJARMI 203 uppskera á sínum tíma, ef æskulýður- inn raknaði raunverulega, læki fagn- aðarerindinu tveinr höndum og gerði Jesúm að konungi sínum! Tökum því næst eftir því í textan- um, að Jesús missir aldrei sjónar á ein- staklingnum. Lærisveinarnir urðu hissa þegar þeir sáu að hann var að tala við samversku konuna? Voru það nokkur undur? Greip hann ekki hverl tækifæri til að frelsa týnda sál? Og svo leitaði hann uppi eina og eina og bar fagnandi heim; það er undir- búningurinn undir uppskeruna miklu, þar komu menn fram hópum saman. Það getur vel verið, að fæslir okkar lifi þá tíð; en vjer skulum hver og einn kosta kapps um að geta orðið einhverjum einstökum manni til bless- unar endur og sinnum. Það getur legið fyrir oss, hversu lítilfjörlegu starfi sem vjer annars gegnum. Þá er næst að virða fyrir sjer sam- verkamennina, sem Jesú bendir á í textanum. í*að er fagnaðarrík sjón. Einn sáir, annar uppsker — en sam- gleðjast hvor öðrum. Svona á það að vera. Engin öfund, engin samkepni, ekkert nöldur má eiga sjer stað. Eng- inn má segja súr í bragði: Jeg má alt af hafa það vanþakkláta starf með höndum að sá, en annar fær alt af að gegna þvi hæga staríi að uppskera ávextina! Og enginn má segja: Jeg get! En annar gjörir hreint ekki neitt! Báðir eiga að gleðjast: Jeg sáði ekki til einskis, það stendur á sama til hvers þeir fara og hver uppsker. í*að var annar, sem lagði grundvöllinn, en það eitt varð hlutskifti milt að sjá það og fagna, en mjer ber þó alls eigi heiðurinn! Það er þó sannalega bróðurlegl og systurlegt samstarf, þar sem svona er liugsað; af því spreltur alt af eitthvað, þar er sáð og upp- skorið hvorumtveggja til gleði, sáð- manni og uppskerumanni! En hver er fær til þessara starfa„ er þá eftir að vita. Pað var sá sem var tijndur og er jundinn. Nú trúum vjer ekki lengur fyrir þitt tal, segja þeir, vjer höfum sjálfir heyrt og vit- um, að hann er frelsarinn! »Áður þekti jeg hann af orðspori en nú hafa augu mín sjeð hann sjálfan«. Venjulega byrjar á því, að vjer trúum, af því að aðrir hafa sagt oss frá honum; hann er Droltinn vor og foreldra vorra, hann er frelsari leiðtoga vors og fje- lags vors, hann er Guð Abrahams, ísaks og Jakobs! En nú verður hann frelsari minn: Jeg opna hjarta mitt fyrir honum, nú verð jeg þess vís, að hann hefur frelsað mig og fyrirgefið mjer, af náð; ekki átti jeg það skilið, ekki hafði jeg unnið til þess. Þegar svona er komið, þá getur maður fyrst farið að verða öðrum til blessunar. Þá getur maður ekki annað. Það er síðasta hugsunin, sem við finnum í textanum. Það er minn matur, segir Jesús, að gjöra vilja hans, sem sendi mig, að framkvæma hans verk. Ó, hvað þetta nærir mitt andlega líf, það heldur lífinu i mjer, þó að það hins- vegar geti tekið á kraftana og svift mig mörgum næturblundi; það styrkir andann samt, samt er það dýrlegt, að geta ekki annað en starfað. Svona eru kjör ungra starfsmanna þegar þeir eru að gegna starfi sínu, þá eru þeir í essinu sfnu. Þeir vinna verkið hans, frelsarans; þeim er ekki svo gjarnt á að hlaupa frá þvi, þeir eru allir í þvi, þangað til því er lokið, en það verður aldrei, fyr en vilji Guðs og verk eru orðin fullkomin í þeim sjálfum. En þá er kominn dagur Jesú Krists. Þessar hugsanir skulum vjer leggja oss rikt á hjarta, þegar vetrarstarfið er byrjað. Biðjum Guð að fram- kvæma þær í lffi voru. B. J. isl.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.