Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 5
B J A R M I 205 búa úlgáfu, gúðrar kristniboðssögn, á íslensku. Þekkingar skortur er án efa ein aðal áslæða þess að íslensk alþýða — og jafnvel prestarnir margir hverjir líka — hafa engan áhuga á kristniboði. Ætla mætli að of mikils væri ekki krafist, ef mælst væri til að Ieiðtogar þjóðkirkjunnar gerðu silt til að bæta úr þeirri skömm, að engin kristniboðssaga skuli enn þá vera til á íslensku máli. l'tgáfa vandaðrar kristniboðssögu er auðvilað miklum örðugleikum bundin. en hægra mun veitast að yfirhuga þá ef kristniboðs- vinir vestan hafs og auslan taka liöndum saman. 15. sept. lögðum við á slað áleiðis lil Kína með R. M. S. »Empress of Russia«, en fyrst urðu enskur, jap- anskur og kínverskur konsúll að árita vegabrjeíin »Empress ot Russia« er ágætt skip, stærðar skip — 16850 tonn, hefur mjer aldrei liðið betur á nokkru skipi. Kínversku þjónarnir eru svo kurteisir og liprir að fieslum oss íslendingum mundi veitast erfilt að jafnast á við þá. Farþegar eru um 2000 og þar af eru 130 prólestantiskir kristniboðar. Fleiri senda nú út kristniboða en ís- lendingar! Fleslir eru kristniboðarnir ungir — menn og konur, — á leið lil Kína. Kóreu og Japan. Nokkrir eru rosknir, á leið til kristniboðs- slöðvanna í annað eða þriðja, máske sumir i fjórða skifti. T. d. var þar síra M. L. Swallen, er boðað hefir kristni í Kóreu í h. b. 30 ár. Aldrei mun jeg gleyma samverustundum með honum. Eins og yður er kunn- ugt hafa sýnilegir ávextir kristni- boðsins í Kóreu verið dýrðlegir; mjer virðist það nú skiljanlegt, ef þar hafa slarfað margir eins Guði helgaðir, andfyltir menn og síra Swallen er. Sra. Swallen er frá Sviss, en konan hans er Englendingur, og þau eru starfsmenn kr.boðsfjel. öldungakirkj- unnar í Ameríku. Annars hafa »me- todistar og presbyleríanir starfað mest að kristniboði í Kóreu. Samkomur hafa daglega verið haldnar urn borð, einnig sjerstakar samkomur fyrir kristniboða. Yður þælti Iíklega fróðlegt að vita hvað rætt var á þessum samkomum krislniboðanna. Nokkur umræðu efni og bæna efni, er þar komu fram, skal jeg nefna lauslega: 1. Að krislniboðar star/i i einingu andans. (Hjer er að eins átt við próleslantiska kr.boða). Mikið er undir þvi komið, en oft er það erfið- leikum bundið, svo það er mögulegl að eins fyrir Guðs náð; kr.boðarnir tilheyra ólal kirkjudeildum og kristni- boðsfjelögum, hafa ólíka mentun, ólíkan hugsunarhátt, ólíkar trúar- skoðanir. 2. Bróðnrlegt samstarf aðkominna * kristniboða við innlenda prjedikara. Mikla visku.og náð þarf til að stuðla að því að nýir starfskraftar njóti sín, og hið nýja líf, er fæðisl, þroskist eðlilega, verði sjál/slœlt, heilbrigt og sterkt. 3. Að tœra tungu heiðingjanna er miklum erfiðleikum bundið. En afar mikið er undir því komið að maður kunni málið vel. Það opnar manni ótal dyr. Ivunni maður illa málið, á inaður stöðugt á hæltu að verða misskilinn o. s. frv. 4. Opnar dgr — eða tækifæri til aí boða kristni, — dyr, sem nú eru opnar — dyr, sem opnast í nánustu framtíð, í hinum ýmsu hlutum heiðnu landanna. Uppskeran er mikil, verka- mennirnir fáir, hvaða hluta akursins á að mela mest, hvað á að setja út undan? Um það verður víst aldrei útrætt.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.